fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Rigning mun leysa snjókomu af hólmi á norðurhvelinu vegna loftslagsbreytinganna

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 5. desember 2021 11:00

Hluti Grænlandsjökuls. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reiknilíkön sýna að rigning mun leysa snjókomu af hólmi á norðurhvelinu samhliða hlýnandi loftslagi. Þetta mun gerast áratugum fyrr en áður var talið.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að í dag snjói meira en rigni á norðurhvelinu en þetta muni snúast við og fyrir lok aldarinnar muni rigna meira en snjóa á nær öllum svæðum norðurhvelsins ef hnattræn hlýnun verður 3 gráður.

Ef það tekst að halda hnattrænni hlýnun við 1,5 gráður eða 2 gráður mun rigning samt sem áður verða ráðandi á Grænlandi og í Noregshafi. Í ágúst brá vísindamönnum mjög þegar það rigndi í fyrsta sinn á toppi Grænlandsjökuls síðan mælingar hófust.

Í rannsókninni var notast við nýjustu loftslagslíkönin sem sýndu að umskiptin úr snjókomu yfir í rigningu munu eiga sér stað nokkrum áratugum fyrr en áður var talið. Mestu breytingarnar verða á haustin. Má þar nefna að á miðhluta norðurhvelsins mun rigna meira en snjóa að hausti 2060 eða 2070 ef ekki verður dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda. Fyrri útreikningar höfðu sýnt að þetta myndi ekki gerast fyrr en 2090.

Þetta mun leiða til þess að hnattræn hlýnun mun færast enn frekar í aukana og yfirborð sjávar hækka enn meira þar sem sífreri mun þiðna. Hreindýr og fleiri dýrategundir munu svelta. Vísindamenn telja að hlýnandi veður á Norðurskautinu geti aukið áhrif öfgaveðurs eins og flóða og hitabylgna í Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku með því að breyta háloftastraumunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Í gær

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn