fbpx
Þriðjudagur 04.mars 2025
Pressan

Home Alone húsið er til leigu á Airbnb

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 5. desember 2021 07:00

Þetta er stórglæsilegt hús. Mynd:Airbnb

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur hinnar klassísku Home Alone myndar geta nú svo sannarlega tekið gleði sína því húsið, sem McCallister fjölskyldan bjó í, er nú til leigu á Airbnb. En það er aðeins hægt að leigja það í eina nótt.

Sky News segir að Airbnb hafi tilkynnt að opnað verði fyrir skráningu þann 7. desember. Húsið er í Chicago. Leigunni verður stillt mjög í hóf en hún verður 25 dollarar fyrir nóttina og geta allt að fjórir gist í húsinu í einu. Leigutakar fá heimilisfangið upplýst þegar þeir ganga frá bókun. Aðeins er um eina nótt að ræða, þann 12. desember.

Húsið verður skreytt. Mynd:Airbnb

Á vefsíðu Airbnb  segir að það sé Buzz McCallister sem standi á bak við útleiguna. Margir muna eflaust eftir honum sem eldri bróður Kevin sem gleymdist heima þegar fjölskyldan fór í ferðalag um jólin.

Það ætti ekki að fara illa um fólk hér. Mynd:Airbnb

Hinir heppnu gestir fá fullskreytt hús, þeir mega setja upp gildrur, svona eins og gert var í myndinni, raunveruleg tarantúla verður til staðar og þeir fá að horfa á nýjustu myndina í Home Alone flokknum.

Það má setja upp gildrur. Mynd:Airbnb
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta hatar kötturinn þinn að þú gerir

Þetta hatar kötturinn þinn að þú gerir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fær bætur vegna þess að kvikmyndahús „sóaði tíma hans“ með því að sýna auglýsingar á undan kvikmyndinni

Fær bætur vegna þess að kvikmyndahús „sóaði tíma hans“ með því að sýna auglýsingar á undan kvikmyndinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frábær aðferð til að þrífa ofnskúffur og grindur

Frábær aðferð til að þrífa ofnskúffur og grindur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna er gott að borða haframjöl daglega

Þess vegna er gott að borða haframjöl daglega
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þetta eru aukaverkanirnar sem Ozempic getur haft á líkama þinn

Þetta eru aukaverkanirnar sem Ozempic getur haft á líkama þinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hjón í óþægilegri stöðu í löngu flugi – Sátu við hliðina á líki

Hjón í óþægilegri stöðu í löngu flugi – Sátu við hliðina á líki
Pressan
Fyrir 1 viku

Rúmlega 150.000 Kanadabúar hafa skrifað undir sérstaka kröfu varðandi Elon Musk

Rúmlega 150.000 Kanadabúar hafa skrifað undir sérstaka kröfu varðandi Elon Musk
Pressan
Fyrir 1 viku

„Flugan“ handtekinn eftir níu mánuði á flótta

„Flugan“ handtekinn eftir níu mánuði á flótta