fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Home Alone húsið er til leigu á Airbnb

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 5. desember 2021 07:00

Þetta er stórglæsilegt hús. Mynd:Airbnb

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur hinnar klassísku Home Alone myndar geta nú svo sannarlega tekið gleði sína því húsið, sem McCallister fjölskyldan bjó í, er nú til leigu á Airbnb. En það er aðeins hægt að leigja það í eina nótt.

Sky News segir að Airbnb hafi tilkynnt að opnað verði fyrir skráningu þann 7. desember. Húsið er í Chicago. Leigunni verður stillt mjög í hóf en hún verður 25 dollarar fyrir nóttina og geta allt að fjórir gist í húsinu í einu. Leigutakar fá heimilisfangið upplýst þegar þeir ganga frá bókun. Aðeins er um eina nótt að ræða, þann 12. desember.

Húsið verður skreytt. Mynd:Airbnb

Á vefsíðu Airbnb  segir að það sé Buzz McCallister sem standi á bak við útleiguna. Margir muna eflaust eftir honum sem eldri bróður Kevin sem gleymdist heima þegar fjölskyldan fór í ferðalag um jólin.

Það ætti ekki að fara illa um fólk hér. Mynd:Airbnb

Hinir heppnu gestir fá fullskreytt hús, þeir mega setja upp gildrur, svona eins og gert var í myndinni, raunveruleg tarantúla verður til staðar og þeir fá að horfa á nýjustu myndina í Home Alone flokknum.

Það má setja upp gildrur. Mynd:Airbnb
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi
Pressan
Í gær

Þetta áttu aldrei að geyma í fataskápnum

Þetta áttu aldrei að geyma í fataskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi fyrir að hafa aðstoðað barnaníðinginn son sinn

Dæmd í fangelsi fyrir að hafa aðstoðað barnaníðinginn son sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Luigi ákærður fyrir hryðjuverk – „Morð sem var ætlað að valda skelfingu“ 

Luigi ákærður fyrir hryðjuverk – „Morð sem var ætlað að valda skelfingu“ 
Pressan
Fyrir 6 dögum

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina