fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Pressan

Reikna með að landsmönnum muni fækka um 20%

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 4. desember 2021 09:00

Horft yfir Róm. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á næstu 50 árum er reiknað með að Ítölum muni fækka um 20%. Þetta sýna tölur frá ítölsku hagstofunni, Istatfra. Reiknað er með að landsmönnum muni fækka úr 59,6 milljónum í 47,6 milljónir.

Aftonbladet skýrir frá þessu. Ítalía er meðal þeirra ríkja ESB þar sem fæðingartíðnin er lægst. Það er einmitt þessi lága fæðingartíðni sem mun væntanlega leiða til þess að hlutfall 65 ára og eldri mun hækka úr 23%, eins og nú er, í 35% árið 2050. Á sama tíma er reiknað með að meðalaldurinn muni hækka úr 45,7% í 50,7%.

Aldurssamsetning þjóðarinnar núna sýnir mikið ójafnvægi á milli eldri og yngri kynslóða og ekkert bendir til að það breytist.

Frá 2007 hafa andlát verið fleiri árlega en barnsfæðingar.

Istat telur að innan þriggja áratuga verði tvöfalt fleiri andlát árlega en barnsfæðingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt