Kínverjar höfðu áður gefið um 200 milljónir bóluefnaskammta til Afríku. Xi sagði að Kínverjar muni nú gefa 600 milljónir skammta beint og 400 milljónir til viðbótar komi í gegnum aðrar leiðir, meðal annars með fjárfestingum í bóluefnaframleiðslu.
Hann gaf þetta loforð á sama tíma og heimsbyggðin hélt niðri í sér andanum vegna Ómíkronafbrigðis kórónuveirunnar.
Afbrigðið kom fyrst fram á sjónarsviðið í Suður-Afríku en óttast er að það sé enn meira smitandi en Deltaafbrigðið og önnur afbrigði veirunnar.
Kínverjar hafa lengi unnið að því að auka áhrif sín í Afríku en álfan er þeim mikilvæg vegna náttúruauðlinda hennar, olíu og málma. Xi sagði að Kínverjar muni á næstu þremur árum flytja inn vörur frá Afríku að verðmæti 300 milljarða dollara.