fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Pressan

Kínverjar ætla að senda einn milljarð bóluefnaskammta til Afríku

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 4. desember 2021 16:15

Kínverska CoronaVac bóluefnið. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Xi Jinping, forseti Kína, tilkynnti á mánudaginn að Kínverjar ætli að senda einn milljarð skammta af bóluefnum gegn kórónuveirunni til Afríku. Hann sagði þetta á fjarfundi með leiðtogum Afríkuríkja. Hann hvatti jafnframt kínversk fyrirtæki til að fjárfesta fyrir allt að 10 milljarða dollara í Afríku á næstu þremur árum.

Kínverjar höfðu áður gefið um 200 milljónir bóluefnaskammta til Afríku. Xi sagði að Kínverjar muni nú gefa 600 milljónir skammta beint og 400 milljónir til viðbótar komi í gegnum aðrar leiðir, meðal annars með fjárfestingum í bóluefnaframleiðslu.

Hann gaf þetta loforð á sama tíma og heimsbyggðin hélt niðri í sér andanum vegna Ómíkronafbrigðis kórónuveirunnar.

Afbrigðið kom fyrst fram á sjónarsviðið í Suður-Afríku en óttast er að það sé enn meira smitandi en Deltaafbrigðið og önnur afbrigði veirunnar.

Kínverjar hafa lengi unnið að því að auka áhrif sín í Afríku en álfan er þeim mikilvæg vegna náttúruauðlinda hennar, olíu og málma. Xi sagði að Kínverjar muni á næstu þremur árum flytja inn vörur frá Afríku að verðmæti 300 milljarða dollara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár
Pressan
Í gær

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga
Pressan
Fyrir 2 dögum

Voru að þrífa kjallara fjölbýlishúss þegar þau gerðu óhugnanlega uppgötvun

Voru að þrífa kjallara fjölbýlishúss þegar þau gerðu óhugnanlega uppgötvun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lík Hackman og eiginkonu hans bíða enn eftir að vera sótt

Lík Hackman og eiginkonu hans bíða enn eftir að vera sótt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Evrópubúum er ráðlagt að búa sig undir það versta og koma sér upp neyðarbirgðum – Þetta er gott að hafa í töskunni

Evrópubúum er ráðlagt að búa sig undir það versta og koma sér upp neyðarbirgðum – Þetta er gott að hafa í töskunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kafbátaferð breyttist í martröð – Að minnsta kosti sex látin og margir slasaðir

Kafbátaferð breyttist í martröð – Að minnsta kosti sex látin og margir slasaðir