fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Kínverjar ætla að senda einn milljarð bóluefnaskammta til Afríku

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 4. desember 2021 16:15

Kínverska CoronaVac bóluefnið. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Xi Jinping, forseti Kína, tilkynnti á mánudaginn að Kínverjar ætli að senda einn milljarð skammta af bóluefnum gegn kórónuveirunni til Afríku. Hann sagði þetta á fjarfundi með leiðtogum Afríkuríkja. Hann hvatti jafnframt kínversk fyrirtæki til að fjárfesta fyrir allt að 10 milljarða dollara í Afríku á næstu þremur árum.

Kínverjar höfðu áður gefið um 200 milljónir bóluefnaskammta til Afríku. Xi sagði að Kínverjar muni nú gefa 600 milljónir skammta beint og 400 milljónir til viðbótar komi í gegnum aðrar leiðir, meðal annars með fjárfestingum í bóluefnaframleiðslu.

Hann gaf þetta loforð á sama tíma og heimsbyggðin hélt niðri í sér andanum vegna Ómíkronafbrigðis kórónuveirunnar.

Afbrigðið kom fyrst fram á sjónarsviðið í Suður-Afríku en óttast er að það sé enn meira smitandi en Deltaafbrigðið og önnur afbrigði veirunnar.

Kínverjar hafa lengi unnið að því að auka áhrif sín í Afríku en álfan er þeim mikilvæg vegna náttúruauðlinda hennar, olíu og málma. Xi sagði að Kínverjar muni á næstu þremur árum flytja inn vörur frá Afríku að verðmæti 300 milljarða dollara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“