Sveppir nota kolefni til að búa til netverk í jarðveginum en þetta net tengist við rætur jurta og gegnir hlutverki einhverskonar „hraðbrauta“ þar sem skipt er á kolefni úr rótum plantna fyrir næringu. Til dæmis er vitað að sumir sveppir sjá plöntum sínum fyrir 80% af því fosfór sem þær þarfnast.
Net sveppa neðanjarðar geta teygt sig marga kílómetra en við mannfólkið tökum sjaldan eftir þeim. Talið er að á jörðinni allri nái þessi net sveppanna yfir billjarða kílómetra. Þessir sveppir eru mjög mikilvægir fyrir lífríki jarðvegsins og frjósemi hans en lítið er vitað um þá. The Guardian skýrir frá þessu.
Talið er að á mörgum stöðum eigi sveppir undir högg að sækja vegna meiri landbúnaðar, þéttingar byggðar, mengunar, vatnsskorts og loftslagsbreytinga.
Í verkefninu verða 10.000 sýni tekin um allan heim á ákveðnum stöðum sem gervigreind var notuð til að finna en talið er að þetta séu staðir sem skipta miklu máli fyrir viðkomu sveppa.
Vísindamenn frá Bretlandi, Hollandi, Kanada, Frakklandi, Bandaríkjunum og Þýskalandi taka þátt í verkefninu.