fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Þessu vinna bóluefnaframleiðendur að núna vegna Ómíkron

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. desember 2021 08:00

Bóluefni gegn kórónuveirunni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sama tíma og Ómíkronafbrigði kórónuveirunnar breiðist út um heiminn vinna framleiðendur bóluefna gegn kórónuveirunni að ýmsum rannsóknum og tilraunum til að kanna hvernig hægt sé að bregðast við afbrigðinu og hvernig núverandi bóluefni vinna á afbrigðinu.

VG og Bild skýra frá þessu. Fram kemur að hjá BioNTech og Pfizer sé verið að bíða eftir niðurstöðum rannsókna og að svör muni berast í síðasta lagi eftir tvær vikur. Haft er eftir talsmanni BioNTech að fyrirtækið skilji vel áhyggjur sérfræðinga af afbrigðinu og því hafi strax verið hafist handa við að rannsaka afbrigðið. Þær rannsóknir muni veita svar við hvort þörf sé á að breyta bóluefni fyrirtækjanna til að laga það að afbrigðinu. Ef svo er þá verður hægt að breyta bóluefninu og afhenda fyrstu skammtana af því innan 100 daga.

Insider segir að hjá Moderna sé unnið að því að búa til nýja útgáfu af bóluefninu og sé hún sniðin að Ómíkronafbrigðinu. Í fréttatilkynningu, sem fyrirtækið sendi frá sér í síðustu viku, kemur fram að fyrirtækið vinni að því að prófa ýmsa möguleika til að geta brugðist við ef afbrigðið reynist ónæmt fyrir bóluefnum.

Allt frá því að afbrigðið uppgötvaðist í Suður-Afríku þann 24. nóvember hefur það vakið miklar áhyggjur víða um heim. Mörg ríki hafa gripið til hertra ráðstafana á landamærum sínum.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO segir að „miklar líkur séu á að afbrigðið dreifi sér enn frekar“ og að það „geti haft alvarlegar afleiðingar á sumum svæðum“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“