fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Hún hvarf á leið í skólann í janúar 1979 – Fyrir 14 dögum leysti lögreglan ráðgátuna

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. desember 2021 05:55

Kim Bryant. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 26. janúar 1979 fór hin 16 ára Kim Bryant í skólann sinn í Las Vegas í Bandaríkjunum. Hún sneri aldrei aftur heim. Þennan dag var hún numin á brott, nauðgað og myrt. Lögreglan komst ekki mikið áleiðis við rannsókn málsins en fyrir 14 dögum leysti hún það loks.

Það var ný tækni við rannsókn dna-sýna sem varð til þess að málið leystist. Ray Spencer, talsmaður lögreglunnar í Las Vegas, skýrði frá þessu á fréttamannafundi á mánudaginn. „Ég er hér til að skýra frá því að við höfum leyst hörmulegt mál þar sem 16 ára stúlka var numin á brott, nauðgað og myrt 1979,“ sagði hann.

Lík Kim fannst mánuði eftir að hún hvarf og næstu árin rannsakaði lögreglan málið en komst lítið áleiðs við að leysa það og grunur féll ekki á neinn sérstakan. Sæði fannst á líki Kim en á þeim tíma var tæknin ekki nægilega góð til að hægt væri að nota dna úr því til að bera kennsl á morðingjann. En lögreglan geymdi sæðið og önnur gögn málsins áratugum saman og gaf ekki upp vonina um að hægt yrði að leysa málið.

Eftir að íbúi í Las Vegas lét lögreglunni erfðaefni úr sér í té í þeirri von að það gæti gagnast við að upplýsa óupplýst mál var mál Kim sent til rannsóknarstofu í Texas þar sem dna úr sæðinu, sem fannst á líki hennar, var borið saman við erfðaefnið sem lögreglan hafði fengið afhent. Þetta bar árangur.

„Okkur var tilkynnt að erfðaefnið, sem fannst í sæði á líki Kim Bryant við krufninguna, hafi verið úr Johnny Blake Peterson sem rændi, nauðgaði og myrti Kim Bryant,“ sagði Spencer á fréttamannafundinum. Slóðin var rakin til hans með aðstoð ættfræðigagnagrunns þar sem upplýsingar um erfðaefni koma einnig við sögu.

Johnny Blake var 19 ára þegar Kim var myrt og bjó einnig í Las Vegas. Hann var í sama skóla og Kim en hann komst aldrei í kastljós lögreglunnar þegar hún rannsakaði málið. Hann var handtekinn 1980 en þá var hann grunaður um annað kynferðisbrot en málið var að lokum fellt niður. Johnny Blake lést 1993.

Á fréttamannafundinum las Spencer upp skilaboð frá Edward Elliot, föður Kim Bryant: „Kim var falleg stúlka sem átti bjarta framtíð fyrir höndum og það gleður mig að eitthvað er gert til að leysa mál eins og hennar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“