fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
Pressan

Þrír nemendur skotnir til bana og átta særðir

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. desember 2021 03:55

Frá vettvangi á þriðjudaginn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír nemendur í Oxford High School í Oxford, sem er um 70 kílómetra sunnan við Detroit í Michigan í Bandaríkjunum, voru skotnir til bana í gær. Átta til viðbótar særðust. 15 ára piltur var handtekinn, grunaður um að hafa staðið að baki árásinni.

CNN segir að hann hafi verið á öðru ári í skólanum. Michael McCabe, aðstoðarlögreglustjóri í Oakland County, sagði í samtali við Detroit News að pilturinn hafi verið með hálfsjálfvirka byssu á sér þegar hann var handtekinn. Hann hafi gefist upp mótþróalaust fyrir lögreglumönnum og verið handtekinn. Neyðarlínunni bárust um 100 tilkynningar um árásina sagði McCabe.

Lögreglan telur að pilturinn hafi verið einn að verki. Hún telur að hann hafi skotið 15 til 20 skotum.

McCabe sagði að þau sem voru skotin til bana hafi verið 14 ára stúlka, 17 ára stúlka og 16 ára piltur.

Um 22.000 manns búa í Oxford.

Meðal hinna særðu var einn kennari.

Fram að þessari árás höfðu 138 skotárásir verið gerðar í bandarískum skólum á þessu ári. 26 voru drepnir í þeim. Þetta kemur fram í samantekt Everytown for Gun Safety sem heldur utan um upplýsingar um skotárásir í Bandaríkjunum og berst fyrir hertri vopnalöggjöf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Seldar mansali og egg tekin úr legi þeirra

Seldar mansali og egg tekin úr legi þeirra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kara sakfelld fyrir að myrða tvo unga syni sína

Kara sakfelld fyrir að myrða tvo unga syni sína
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dætur Ruby Franke segja uppeldisrás móðurinnar hafa eyðilagt líf þeirra – „Þú ert að selja æsku þína“

Dætur Ruby Franke segja uppeldisrás móðurinnar hafa eyðilagt líf þeirra – „Þú ert að selja æsku þína“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér fær starfsfólkið sjálfsfróunarpásu daglega

Hér fær starfsfólkið sjálfsfróunarpásu daglega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tvítugur ökumaður missir BMW-bílinn sinn – Þykir sérlega óheppinn

Tvítugur ökumaður missir BMW-bílinn sinn – Þykir sérlega óheppinn