CNN segir að hann hafi verið á öðru ári í skólanum. Michael McCabe, aðstoðarlögreglustjóri í Oakland County, sagði í samtali við Detroit News að pilturinn hafi verið með hálfsjálfvirka byssu á sér þegar hann var handtekinn. Hann hafi gefist upp mótþróalaust fyrir lögreglumönnum og verið handtekinn. Neyðarlínunni bárust um 100 tilkynningar um árásina sagði McCabe.
Lögreglan telur að pilturinn hafi verið einn að verki. Hún telur að hann hafi skotið 15 til 20 skotum.
McCabe sagði að þau sem voru skotin til bana hafi verið 14 ára stúlka, 17 ára stúlka og 16 ára piltur.
Um 22.000 manns búa í Oxford.
Meðal hinna særðu var einn kennari.
Fram að þessari árás höfðu 138 skotárásir verið gerðar í bandarískum skólum á þessu ári. 26 voru drepnir í þeim. Þetta kemur fram í samantekt Everytown for Gun Safety sem heldur utan um upplýsingar um skotárásir í Bandaríkjunum og berst fyrir hertri vopnalöggjöf.