Ætlunin var að hann myndi spila gegn Sacramento Kings í gær en var ekki valinn í liðið eftir að niðurstaða sýnatöku var jákvæð. Samkvæmt reglum NBA verða leikmenn, sem greinast með veiruna, að fara í 10 daga sóttkví hið minnsta. LeBron James mun þvi missa af nokkrum leikjum.
Hann er nú þegar búinn að missa af 11 af 22 leikjum Lakers vegna ökklameiðsla og magavandamála. Hann var í leikbanni í leik gegn New York Knick í síðustu viku eftir að hann hafði slegið Isaiah Stewart í andlitið í leik gegn Detroit og verið rekinn af velli fyrir vikið. Stewart fékk einnig leikbann. Þetta var aðeins í annað sinn á 19 ára löngum ferli sem LeBron James var rekinn af velli.
Um síðustu helgi var hann dæmdur til að greiða 15.000 dollara í sekt fyrir óviðeigandi hegðun í leik á móti Indiana Pacers en á sjónvarpsupptökum sést hann þykjast grípa um kynfæri sín eftir að hafa skorað þriggja stiga körfu.