fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Pressan

Ekki ætti að vanmeta Ómíkron þrátt fyrir fréttir um vægari sjúkdómseinkenni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. desember 2021 08:00

Stökkbreytt kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrstu fregnir benda til að Ómíkronafbrigði kórónuveirunnar valdi ekki eins alvarlegum veikindum og önnur afbrigði hennar. En það getur reynst hættulegt að gera ráð fyrir því að afbrigðið sé skárra en önnur afbrigði veirunnar að sögn sérfræðinga.

Á fundi á vegum suðurafrískra heilbrigðisyfirvald á mánudaginn sagði Unben Pillay, heimilislæknir í Midrand í útjaðri Jóhannesborgar, að afbrigðið sé enn nýtt og að þau tilfelli sem hann hafi séð hafi verið væg. „Við fáum sjúklinga með þurran hósta, hita, nætursvita og mikla beinverki. Bólusett fólk er yfirleitt ekki eins veikt,“ sagði hann.

Angelique Coetzee, heimilislæknir í Pretoríu, sagði að margir þeirra sjúklinga sem hún hafi tekið á móti hafi verið með óvenjuleg einkenni, aðallega mikla þreytu og engin hafi misst bragð- eða lyktarskyn.

Það geta liðið nokkrar vikur þar til við höfum fengið öruggar niðurstöður varðandi hvers eðlis Ómíkron er en vísbendingar eru um að bóluefni veiti að minnsta kosti einhverja vörn gegn afbrigðinu. Wassila Jassat, hjá suðurafrísku smitsjúkdómastofnuninni, sagði að í borginni Tshwane, þar sem Ómíkron uppgötvaðist fyrst, séu 87% sjúkrahúsinnlagna hjá óbólusettu fólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Flugfarþegar hvattir til að kaupa ekki ferðatöskur í þessum litum

Flugfarþegar hvattir til að kaupa ekki ferðatöskur í þessum litum
Pressan
Í gær

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borgarstjóri segir af sér eftir skelfileg mistök – Sendi vafasamt myndband á ranga manneskju

Borgarstjóri segir af sér eftir skelfileg mistök – Sendi vafasamt myndband á ranga manneskju
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést á voveiflegan hátt skömmu eftir að hafa lent í bílslysi

Lést á voveiflegan hátt skömmu eftir að hafa lent í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra