fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Vísaði í þagnarskyldu presta og neitaði að tjá sig um hvarf Mariu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. nóvember 2021 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok október á síðasta ári hvarf Maria From Jakobsen frá heimili sínu á Sjálandi í Danmörku og þótti hvarf hennar mjög dularfullt. Óhætt er að segja að eiginmaður hennar, Thomas Gotthard, hafi ekki verið mjög hjálplegur við rannsókn málsins og vísaði í þagnarskyldu presta þegar lögreglan lagði spurningar fyrir hann en hann var starfandi sóknarprestur.

Gotthard var handtekinn, grunaður um að hafa myrt Mariu, en hann var ekki samvinnuþýður við lögregluna og vísaði hvað eftir annað í ákvæði um þagnarskyldu presta þegar spurningar voru lagðar fyrir hann.

Hann var dæmdur í 15 ára fangelsi í sumar fyrir morðið á eiginkonu sinni og móður tveggja af fjórum börnum hans.

Lokalavisen í Frederikssund hefur fengið aðgang að niðurstöðum geðrannsóknar á honum og þar kemur fram að hann hafi hvað eftir annað borið fyrir sig þagnarskyldu presta þegar lögreglan yfirheyrði hann.

Hann sagði lögreglunni að áður en Maria hvarf hafi hún átt samtal við hann sem prest en ekki sem eiginmann, þetta hafi verið djúpt samtal um tilveruna. Af þeim sökum gæti hann ekki tjáð sig um það og vísaði í þagnarskylduna sem kveður á um algjöra þagnarskyldu prests um það sem skjólstæðingar hans trúa honum fyrir.

En í raun var hann að nota þagnarskylduna til að leyna því að hann myrti Mariu. Að lokum gafst hann þó upp og í júní játaði hann að hafa myrt hana þann 26. október á síðasta ári eftir mikla undirbúningsvinnu. Næstu 12 daga reyndi hann að losa sig við líkið en á sama tíma lék hann örvinglaðan eiginmann sem saknaði eiginkonu sinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð