fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Pressan

Missti af flugvélinni á Kastrup – Þá hófust vandræði hans fyrir alvöru

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. nóvember 2021 06:25

Kastrup. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina var maður handtekinn á Kastrupflugvellinum í Kaupmannahöfn eftir að hann missti af fluginu sem hann ætlaði með úr landi. Hann var þó ekki handtekinn fyrir að missa af flugvélinni enda ekki saknæmt að missa af flugi, frekar bara aulaskapur.

Hann var handtekinn eftir að tollverðir fundu 5,5 milljónir danskra króna í reiðufé í ferðatösku hans. Þetta svarar til um 110 milljóna íslenskra króna.

Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem ferðalangur er handtekinn á Kastrup með milljónir í farteskinu. Báðir voru þeir á leið úr landi.

Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til loka nóvember á laugardaginn en hann er grunaður um peningaþvætti og hylmingu. Hann er á fimmtugsaldri. Lögreglan hefur ekki viljað skýra frá hvert hann var að fara.

Um miðjan október var maður á sama aldri handtekinn á Kastrup þegar hann ætlaði til Tyrklands. Hann var með 3,5 milljónir danskra króna í reiðufé í ferðatöskunni sinni. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um peningaþvætti og hylmingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?