CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að verð hafi hækkað í október og hafi það verið þriðja mánuðinn í röð sem verðið hækkaði. Nam hækkunin á milli mánaða 3%. Hækkanir á grænmetisolíu og hveiti eiga mestan þátt í hækkunum.
FAO Food Price Index fylgist með mánaðarlegum breytingum á matarverði. Á síðustu 12 mánuðum hefur vísitalan hækkað um rúmlega 30% og hefur ekki verið hærri síðan í júlí 2011 að sögn FAO.
Verð á hveiti hefur hækkaði um 5% í október vegna minni uppskeru í Rússlandi, Bandaríkjunum og Kanada. Einnig hækkaði verð á hrísgrjónum maís og byggi. Einnig hækkaði verð á pálmaolíu, sólblómaolíu og repjuolíu.
FAO segir að aukin eftirspurn sé á heimsvísu eftir vörum á borð við mjólk, kjúklingum, grænmetisolíum og byggi.
Öfgakennt veðurfar, erfiðleikar við flutninga, skortur á vinnuafli og hækkandi verð á ýmsu veldur þrýstingi á matvælabirgðir og verð.