Hann hefur fengið nafnið Asteroid 2021 UA1 og er þriðji stærsti hluturinn sem hefur farið framhjá jörðinni án þess að lenda í árekstri við hana. CNET skýrir frá þessu. Hann er um tveir metrar í þvermál og hefði ekki valdið miklu tjóni ef til árekstrar hefði komið því hann hefði að stærstum hluta brunnið upp í gufuhvolfinu.
Hann kom frá sólinni og því sáu stjörnufræðingar hann ekki. Hér fyrir neðan er hægt að sjá myndband af framhjáflugi hans.
Í nóvember á síðasta ári þau loftsteinninn 2020 VT2 framhjá jörðinni í aðeins 400 km fjarlægð en til samanburðar má nefna að Alþjóðlega geimstöðin er á braut um jörðina í 386 km hæð.
Í tístinu hér fyrir neðan er hægt að sjá hvernig framhjáflugið gekk fyrir sig.
Newly-discovered #asteroid 2021 UA1 missed Antarctica by only 3000 km Sunday evening.
It came from the daytime sky, so it was undiscoverable prior to closest approach.https://t.co/Y0zY7mAYue pic.twitter.com/R9VpMo2X9G— Tony Dunn (@tony873004) October 27, 2021