Það var Maribel Soleto sem keypti ungan hvolp í lítilli gæludýraverslun í Líma, höfuðborg Perú, og hélt að um hund væri að ræða. Dýrinu kom vel saman við hunda nágrannanna en eftir því sem það stækkaði fór ýmislegt að benda til að eitthvað væri ekki eins og það ætti að vera. Sky News skýrir frá þessu.
Run Run fór að sýna mikinn áhuga á að elta og drepa endur og kjúklinga og það reitti nágrannana til reiði. Það var kannski ekki að furða að Run Run hafi haft áhuga á þessum dýrum því hann er ekki hundur heldur Andean refur en þeir eru með mjóa leggi, loðið skott, mjótt höfuð og áberandi eyru.
Run Run strauk að heiman fyrir nokkrum dögum og síðan hafa lögreglan og dýraeftirlitsmenn leitað hans. Ætlunin er að fanga hann og flytja í dýragarð. „Við héldum að þetta væri hreinræktaður hundur,“ sagði Sotelo um Run Run sem fjölskyldan keypti fyrir sem svarar til um 2.000 íslenskra króna fyrir hálfu ári.