fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Alvarlega veikir COVID-19-sjúklingar fluttir til Danmerkur og Þýskalands

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. nóvember 2021 06:00

Sjúklingi sinnt á gjörgæsludeild sjúkrahúss. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardaginn var flogið með tvo alvarlega veika COVID-19-sjúklinga frá Rúmeníu til Danmerkur og þeir lagðir inn á gjörgæsludeild í Háskólasjúkrahússins í Árósum.  Þeir voru fluttir með herþyrlum á milli landanna. Um er að ræða ungt fólk.

Ole Thomsen, forstjóri hjá Region Midtjylland, sagðist hafa fengið upplýsingar um að rúmenska heilbrigðiskerfið sé komið að fótum fram og við það að láta undan álaginu vegna heimsfaraldursins. Hann sagði að Danir hafi aðstoðað Rúmena áður í baráttunni við faraldurinn en nú hafi rúmensk yfirvöld beðið Dani og Þjóðverja um að taka við 30 gjörgæslusjúklingum.

Þjóðverjar sögðust geta tekið við 18 sjúklingum og í kjölfarið voru Danir beðnir um að taka við eins mörgum og þeir gætu.

Það voru Region Midtjylland og Region Syddanmark sem fengu beiðni um að taka við sjúklingum frá Rúmeníu því minnsta álagið er á sjúkrahúsin í þessum landshlutum. Region Midtjylland samþykkti að taka við tveimur en Region Syddanmark taldi sig ekki geta tekið við neinum núna.

Fyrir helgi sagði Søren Brostrøm, landlæknir, að hætta sé á að dönsk sjúkrahús ráði ekki við álagið af völdum kórónuveirufaraldursins á næstu mánuðum, hættan sé sérstaklega mikil í desember og janúar ef ekki verði gripið til sóttvarnaaðgerða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu