fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Víðförlir víkingar voru hugsanlega á undan Portúgölum til Asoreyja

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 7. nóvember 2021 18:30

Forfeður okkar trúðu mun fyrr á Óðinn en áður hefur verið talið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að breyta verði landakortunum í sagnfræðibókum þegar kemur að landafundum víkinga. Þegar skandinavískir víkingar fóru að skoða heiminn á árunum 800 til 1000 fundu þeir ný lönd, til dæmis Ísland, Nýfundnaland, Norður-Afríku og Sankti Pétursborg.

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að víkingar hafi verið langt á undan Portúgölum til að finna Asoreyjar.

Alþjóðlegur hópur vísindamanna rannsakaði setlög af botni vatns á eyjunni Pico sem er hluti af Asoreyjum. Eyjurnar eru um 1.500 kílómetra vestan við meginland Evrópu og tilheyra Portúgal.

Í jarðlögunum fundust sömu lífrænu efni og eru í skít kúa og kinda. Einnig fundust leifar af trékolum en magn frjókorna, úr trjátegundum sem vaxa á Asoreyjum, var minna en venja er. Þetta telja vísindamennirnir benda til að hugsanlegir landnemar hafi brennt tré til að búa til beitiland.

Það áhugaverðasta við kolefnagreininguna er að hún sýnir að sýnin eru frá því 750 til 850 en á þeim tíma voru skandinavískir víkingar farnir að færa út kvíarnar og skoða heiminn. Fyrstu portúgölsku landnemarnir komu ekki til eyjanna fyrr en um miðja fimmtándu öld. Því er hugsanlegt að skandinavískir víkingar hafi verið allt að 700 árum á undan þeim.

„Þessar niðurstöðu benda til að víkingar hafi líklega verið fyrstu landnemarnir á eyjunum,“ skrifa vísindamennirnir, sem stóðu að rannsókninni. Hún hefur verið birt í vísindaritinu Proceedings of the National Academy of Science.

Eins og fyrr sagði eru Asoreyjar þyrping af eyjum um 1.500 km vestan við meginland Evrópu. Þær tilheyra Portúgal og þar búa um 240.000 manns.  

Púnverskar myntir hafa fundist á eyjunni Corvo, sem er ein Asoreyja, og sýna að Karþagómenn hafa vitað af eyjunum. Einnig er vitað að Arabar þekktu til þeirra og á miðri fjórtándu öld „enduruppgötvuðu“ Katalóníumenn þær. Þær eru nefndar á ítölskum og katalónskum sjókortum frá þessum tíma.

1427 kom  Portúgalinn Diogo de Silves til eyjanna sem voru þá óbyggðar, síðan þá hafa þær verið portúgalskt yfirráðasvæði. Nokkrum árum síðar fluttu fyrstu Portúgalarnir til þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?