fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Pressan

Sviptur frelsi í níu daga fyrir að birta jarm sem þótti móðga lögregluna

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 7. nóvember 2021 16:30

Frá Kína. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverskur maður var handtekinn og hafður í haldi lögreglunnar í níu daga eftir að hann setti jarm (meme) inn á hópspjall en jarmið var talið móðgun við lögregluna. Maðurinn, sem heitir Li að skírnarnafni, setti jarmið inn á kínverska samfélagsmiðilinn WeChat í spjall þar sem þátttakendur kvörtuðu undan sóttvarnaaðgerðum.

Kínversk stjórnvöld eru með grjótharða stefnu varðandi kórónuveirufaraldurinn og grípa óspart til algjörrar lokunnar á samfélagsstarfsemi ef svo mikið sem eitt smit greinist.

Ríkisfjölmiðillinn The Paper fjallaði um málið að sögn CNN. Segir miðillinn að Li hafi sent jarm sem sýndi hund með lögregluhúfu, með lögregluskilríki og bendandi á myndavélina inn á hópspjallið. Þetta jarm er ekki nýtt af nálinni, hefur margoft verið notað á netinu með ýmsum dýrum og manneskjum með lögregluhúfuna.

Daginn eftir að Li setti jarmið inn á vefinn barst lögreglunni ábending frá borgara sem taldi að það væri móðgun við lögregluna.

Lögreglan hóf rannsókn á umræddum spjallhópi en í honum voru um 330 manns. Eftir að lögreglan hafði séð að Li var ósáttur við sóttvarnaaðgerðir var Li kallaður til skýrslutöku á lögreglustöð. Hann var yfirheyrður og að sögn játaði hann „að hafa á óréttmætan hátt móðgað lögregluna“. Lögreglan lét hann því dúsa í fangaklefa í níu daga í refsingarskyni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegur spádómur Baba Vanga um Pútín og Evrópu á þessu ári

Óhugnanlegur spádómur Baba Vanga um Pútín og Evrópu á þessu ári
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þeir vildu ekki vera aðskildir en það endaði með ólýsanlegum hörmungum

Þeir vildu ekki vera aðskildir en það endaði með ólýsanlegum hörmungum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru ofnskúffurnar skítugar? Svona er hægt að fá þær skínandi hreinar á einfaldan hátt

Eru ofnskúffurnar skítugar? Svona er hægt að fá þær skínandi hreinar á einfaldan hátt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er hægt að hita kaffi á nýjan leik?

Er hægt að hita kaffi á nýjan leik?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum KGB-njósnari segir Trump hafa fengið dulnefnið Krasnov þegar hann gekk til liðs við Rússa árið 1987

Fyrrum KGB-njósnari segir Trump hafa fengið dulnefnið Krasnov þegar hann gekk til liðs við Rússa árið 1987
Pressan
Fyrir 4 dögum

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi