Kínversk stjórnvöld eru með grjótharða stefnu varðandi kórónuveirufaraldurinn og grípa óspart til algjörrar lokunnar á samfélagsstarfsemi ef svo mikið sem eitt smit greinist.
Ríkisfjölmiðillinn The Paper fjallaði um málið að sögn CNN. Segir miðillinn að Li hafi sent jarm sem sýndi hund með lögregluhúfu, með lögregluskilríki og bendandi á myndavélina inn á hópspjallið. Þetta jarm er ekki nýtt af nálinni, hefur margoft verið notað á netinu með ýmsum dýrum og manneskjum með lögregluhúfuna.
Daginn eftir að Li setti jarmið inn á vefinn barst lögreglunni ábending frá borgara sem taldi að það væri móðgun við lögregluna.
Lögreglan hóf rannsókn á umræddum spjallhópi en í honum voru um 330 manns. Eftir að lögreglan hafði séð að Li var ósáttur við sóttvarnaaðgerðir var Li kallaður til skýrslutöku á lögreglustöð. Hann var yfirheyrður og að sögn játaði hann „að hafa á óréttmætan hátt móðgað lögregluna“. Lögreglan lét hann því dúsa í fangaklefa í níu daga í refsingarskyni.