Morðið er líklega ein stærsta morðgáta síðustu aldar og margir hafa mikinn áhuga á málinu. Til stóð að birta mörg þúsund skjöl um málið en það dregst á langinn. Biden segir frestunina til komna vegan tafa hjá bandaríska þjóðskjalasafninu sem á að fara yfir skjölin áður en þau verða gerð opinber.
Í tilkynningu frá Biden kemur fram að hann geti ekki leyft birtingu skjalanna núna því það geti skaðað her landsins og leyniþjónustustarfsemi og tengsl Bandaríkjanna við önnur ríki. Þetta sé svo mikilvægt að það upphefji rétt almennings til að sjá skjölin.
Kennedy var skotinn til bana í Dallas í Texas þann 22. nóvember 1963. Allt frá þeim tíma hefur morðið verið tilefni ótal samsæriskenninga, margar bækur hafa verið skrifaðar um það og kvikmyndir gerðar. En margir eru sannfærðir um að sannleikurinn hafi aldrei komið í ljós og efast um hina opinberu skýringu að það Lee Harvey Oswald hafi verið einn að verki. Hann var skotinn til bana af Jack Ruby, næturklúbbeiganda, skömmu eftir að hann var handtekinn vegna morðsins á Kennedy.