Sciencealert skýrir frá þessu. Fram kemur að vísindamennirnir hafi notað LIDAR-tækni til að finna grafstæðin. LIDAR (Light detection and ranging) er tækni sem er notuð til að safna miklu magni fjarlægðamælinga með mikilli nákvæmni.
Með þessari aðferð var hægt að finna grafstæðin en þau sjást ekki frá jörðu niðri. En með hjálp LIDAR fundu vísindamennirnir 478 grafstæði.
Þeir fundu einnig stærstu bygginguna sem fundist hefur frá tímum Maya. Hún heitir Aguada Fénix.
Olmekar voru stórveldi frá því um 2500 fyrir Krist til 250 eftir Krist en Mayar voru ráðandi frá því um 250 eftir Krist til um 900 eftir Krist.