Það var 39 ára pólsk kona en eins og flestir hafa væntanlega reiknað út þá er hún ekki lögreglukona. Hún var handtekin í byrjun júní og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan og hefur nú verið ákærð fyrir gróf svik og tilraunir til svika. Fórnarlömbin voru 10 konur og einn karl.
Þrjú af fórnarlömbunum féllu ekki fyrir bragði hennar og því komst upp um hana en hin fórnarlömbin létu hana fá verðmæti á bilinu frá sem svarar til um 250.000 íslenskum krónum til 13 milljóna, hver. Konan neitar sök.
Eldri kona, sem býr í Brøndby, fór verst út úr þessu en þann 25. maí var hringt í hana frá „lögreglunni“ og henni sagt að vopnaðir ræningjar væru á leið heim til hennar til að ræna hana. „Lögreglumaðurinn“ fékk hana til að segja sem svarar til um þriggja milljóna íslenskra króna í reiðufé í poka og henda út um gluggann. Því næst fór konan, eftir hvatningu frá „lögreglunni“ með leigubíl í bankann sinn í Rødovre og tók sem svarar hálfri milljón íslenskra króna í reiðufé úr bankahólfi sínu og setti í poka sem hún kastaði einnig út um glugga á íbúð sinni. Hin ákærða sótti þennan poka einnig. Ekstra Bladet skýrir frá þessu.
Lögreglan telur að hin ákærða hafi átt sér vitorðsmenn en þeir hafa ekki náðst og ekki er vitað hverjir þeir eru.
Aðferðinni hafði verið beitt að minnsta kosti 11 sinnum síðan í ágúst 2019.