Smitum fer fjölgandi í mörgum löndum og síðustu sjö daga var met sett í Þýskalandi varðandi fjölda smita á einni viku, voru þau tæplega 169.000. Sömu sögu er að segja í Danmörku, þar fer smitum fjölgandi en í gær greindust 2.598 smit og hafa ekki greinst fleiri á einum degi á þessu ári.
Kluge sagði að áætlunin um allt að 500.000 dauðsföll til viðbótar sé byggð á trúverðugum útreikningi á þróun faraldursins miðað við núverandi stöðu. Hann sagði Evrópu enn á ný vera orðna miðpunkt faraldursins.