fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Heimila atvinnurekendum að reka óbólusett fólk

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. nóvember 2021 21:30

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lettneska þingið hefur samþykkt lög sem heimila atvinnurekendum að reka starfsfólk sem neitar að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Lögin taka gildi 15. nóvember.

Samkvæmt þeim mega fyrirtæki senda þá starfsmenn, sem neita að láta bólusetja sig eða vinna að heiman, heim launalaust. Ef viðkomandi hefur ekki látið bólusetja sig í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að hafa verið sendur heim má reka hann úr starfi. Í greinargerð með lagafrumvarpinu sagði ríkisstjórnin að „ástæða sé til að ætla að einstaklingur af þessu tagi sé ekki hæfur í starfið“.

Lettland var fyrsta ESB-ríkið til að grípa til harðra sóttvarnaaðgerða í haust eftir að smitum fór að fjölga á nýjan leik. Mörg sjúkrahús í landinu eru yfirfull og hefur þurft að koma upp bráðabirgðaaðstöður fyrir COVID-19-sjúklinga í bílakjöllurum sjúkrahúsanna og á göngum þeirra.

Aðeins er búið að bólusetja 61% fullorðinna en meðaltalið í ESB er 75%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu