Financial Times skýrir frá þessu. Fjölmiðlar hafa birt lista yfir hvaða vörur fólki er ráðlagt að hamstra og eiga heima í nokkru magni. Þar á meðal eru kex, núðlur og vítamín og einnig er fólki ráðlagt að eiga útvarp og vasaljós.
Einn notandi á Weibo, sem er kínverskur samfélagsmiðill, skrifaði að um leið og þetta fréttist hafi eldra fólk tryllst og farið að hamstra í stórmörkuðum.
Ekki hafa verið gefnar upp neinar ástæður fyrir því að fólk er hvatt til að kaupa „hraustlega“ inn en væntanlega má tengja þetta við sóttvarnaaðgerðir og umfangsmiklar lokanir á samfélagsstarfsemi sem kínversk yfirvöld beita þegar smit koma upp. Einnig gætu áhyggjur af hækkandi matarverði spilað inn í en öfgakennt veðurfar skemmdi mikið af uppskeru á landinu.
Matarverð hækkar venjulega í Kína þegar veturinn brestur á en hækkanirnar að þessu sinni eru meiri en venja er. Til dæmis tvöfaldaðist verð á gúrkum, spínati og spergilkáli í síðustu viku.