fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Skelfilegt slys – Viðbrögð lögreglumannsins voru ótrúleg

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 30. nóvember 2021 06:59

Louis Santiago. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 1. nóvember síðastliðinn ók Louis Santiago, 25 ára lögreglumaður frá Newark, bíl sínum á The Garden State Parkway í New Jersey. Vinur hans var með í för. Skyndilega ók Santiago á Damian Dymka, 29 ára hjúkrunarfræðing, sem slasaðist svo alvarlega að hann lést skömmu síðar.

Þetta var hræðilegt slys og þar sem Santiago var starfandi lögreglumaður mætti ætla að hann hafi vitað hvernig átti að bregðast við slysi af þessu tagi, hringja í neyðarlínuna og veita nauðsynlega aðstoð. En það gerði hann ekki. Hann og vinur hans virðast hafa misst stjórn á sér við slysið og ekki vitað hvað þeir áttu að gera. Þeir óku áfram og skildu lík Dymka eftir á vettvangi. En eftir smá tíma ákváðu þeir að snúa við og fara aftur á slysstaðinn að sögn lögreglunnar í Essex County.

Þegar þeir komu aftur á slysstaðinn tók ekki betra við hvað varðar ákvarðanatöku þeirra félaga því þeir ákváðu að setja lík Dymka í aftursæti bifreiðarinnar og aka heim til móður Santiago til að fá ráð hjá henni um hvað þeir ættu að gera. New York Times skýrir frá þessu.

Nokkrum klukkustundum síðar ók Santiago aftur á slysstaðinn og enn var líkið með í för. Í millitíðinni hringdi faðir hans, sem einnig er lögreglumaður, í neyðarlínuna og skýrði frá slysinu.

Þegar lögreglan í New Jersey kom á vettvang var lík Dymka enn í aftursæti bifreiðar Santiago.

Hann, móðir hans og vinur voru handtekin.

Santiago hefur verið kærður fyrir vítaverðan akstur, tilraun til að spilla sakargögnum og ósæmilega meðferð á líki. Móðir hans og vinur voru kærð fyrir ósæmilega meðferð á líki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga