fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Pressan

Skelfilegt slys – Viðbrögð lögreglumannsins voru ótrúleg

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 30. nóvember 2021 06:59

Louis Santiago. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 1. nóvember síðastliðinn ók Louis Santiago, 25 ára lögreglumaður frá Newark, bíl sínum á The Garden State Parkway í New Jersey. Vinur hans var með í för. Skyndilega ók Santiago á Damian Dymka, 29 ára hjúkrunarfræðing, sem slasaðist svo alvarlega að hann lést skömmu síðar.

Þetta var hræðilegt slys og þar sem Santiago var starfandi lögreglumaður mætti ætla að hann hafi vitað hvernig átti að bregðast við slysi af þessu tagi, hringja í neyðarlínuna og veita nauðsynlega aðstoð. En það gerði hann ekki. Hann og vinur hans virðast hafa misst stjórn á sér við slysið og ekki vitað hvað þeir áttu að gera. Þeir óku áfram og skildu lík Dymka eftir á vettvangi. En eftir smá tíma ákváðu þeir að snúa við og fara aftur á slysstaðinn að sögn lögreglunnar í Essex County.

Þegar þeir komu aftur á slysstaðinn tók ekki betra við hvað varðar ákvarðanatöku þeirra félaga því þeir ákváðu að setja lík Dymka í aftursæti bifreiðarinnar og aka heim til móður Santiago til að fá ráð hjá henni um hvað þeir ættu að gera. New York Times skýrir frá þessu.

Nokkrum klukkustundum síðar ók Santiago aftur á slysstaðinn og enn var líkið með í för. Í millitíðinni hringdi faðir hans, sem einnig er lögreglumaður, í neyðarlínuna og skýrði frá slysinu.

Þegar lögreglan í New Jersey kom á vettvang var lík Dymka enn í aftursæti bifreiðar Santiago.

Hann, móðir hans og vinur voru handtekin.

Santiago hefur verið kærður fyrir vítaverðan akstur, tilraun til að spilla sakargögnum og ósæmilega meðferð á líki. Móðir hans og vinur voru kærð fyrir ósæmilega meðferð á líki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?