fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Óvæntar vendingar í máli Bill Cosby

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 30. nóvember 2021 08:00

Bill Cosby.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískir saksóknarar hafa beðið Hæstarétt um að taka niðurstöður Hæstaréttar Pennsylvania til skoðunar hvað varðar lausn Bill Cosby úr fangelsi. Eftir að hann hafði setið í fangelsi í tvö ár og níu mánuði sneri Hæstiréttur Pennsylvania dómnum yfir Cosby við og sýknaði hann þar með af ákæru um kynferðisofbeldi.

Nú vilja saksóknarar fá Hæstarétt Bandaríkjanna til að taka þennan dóm til skoðunar. Niðurstaða Hæstaréttar Pennsilvania byggðist á að Cosby hafi treyst á að loforð sem honum var gefið árið 2006, þegar hann bar vitni í einkamáli, um að hann yrði aldrei ákærður yrði haldið. Samt sem áður var framburður hans í einkamálinu notaður gegn honum í tveimur refsimálum.

Í niðurstöðu Hæstaréttar Pennsylvania frá í júní kemur fram að saksóknarinn, sem ákvað að Cosby skyldi handtekinn, hafi verið skuldbundinn til að standa við loforð fyrirrennara síns um að Cosby yrði ekki ákærður en það hafi hann ekki gert.

Eina skriflega sönnunin fyrir því að Cosby hafi verið lofað þessu er fréttatilkynning sem þáverandi saksóknari, Bruce Castor, sendi frá sér 2005. Þar kemur fram að ekki liggi nægilegar sannanir fyrir til að hægt sé að handtaka Cosby. Orðalag fréttatilkynningarinnar er ansi loðið því þar segir að Castor „muni íhuga þetta á nýjan leik ef þörf krefji“. Málsaðilar hafa rökrætt þýðingu þessara orða árum saman.

Cosby var dæmdur í þriggja til tíu ára fangelsi árið 2018 fyrir kynferðisbrot.

Tilraun saksóknara til að fá Hæstarétt Bandaríkjanna til að taka málið fyrir er svolítið langskot því rétturinn samþykkir aðeins að taka fyrir tæpt eitt prósent þeirra mála sem er skotið til hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Í gær

Lauflétt ráð til að sofna hraðar

Lauflétt ráð til að sofna hraðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í