Angelique Coetzze, sem er læknir í Pertoríu og formaður samtaka lækna í Suður-Afríku, var fyrst til að tilkynna yfirvöldum um þetta nýja afbrigði kórónuveirunnar sem hræðir heimsbyggðina í dag.
Í samtali við The Telegraph sagði hún að sjúkdómseinkennin hafi verið „óvenjuleg en væg“. „Sjúkdómseinkennin voru öðruvísi og mildari miðað við þau sem ég hafði séð áður,“ sagði hún.
Hún sagði að hana hafi farið að gruna að nýtt afbrigði væri á ferðinni þegar hún fór að fá sjúklinga sem voru með einkenni sem voru allt öðruvísi. Þetta voru til dæmis mikil þreyta og hár púls. En sjúklingarnir, sem voru aðallega ungir karlmenn, misstu ekki bragð- eða lyktarskyn.
Coetzee sagði að ástand sjúklingana hafi ekki verið svo slæmt að þeir hafi þurft að fara á sjúkrahús. Hún sagðist þó hafa áhyggjur af hvernig nýja afbrigðið leggst á óbólusett fólk.