En hún er ekki stór, aðeins 10 fermetrar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá IKEA sem á íbúðina og ætlar að leigja hana út.
Um eins herbergis íbúð er að ræða og er hún fullbúin húsgögnum frá IKEA, annað væri nú kjánalegt. Áhugasamir hafa frest til 3. desember til að senda inn umsókn um að fá íbúðina á leigu. Leigutakinn þarf að vera eldri en tuttugu ára og auðvitað búsettur í Tókýó.
En sá galli er á þessu að verðandi leigjandi getur ekki flutt inn fyrr en 15. janúar 2023. Leigjandinn þarf sjálfur að greiða fyrir vatn og rafmagn.
10 fermetrar eru auðvitað ekki margir fermetrar til að búa í en á heimasíðu IKEA er útskýrt hvernig það er hægt. „Allt snýst þetta um að nýta rýmið lóðrétt. Þegar horft er á rýmið í þrívídd opnast fleiri möguleikar.“
Tókýó er ein þéttbýlasta borg heims og þar er vaxandi áhugi á „öríbúðum“ á borð við þessa.