Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að þetta sé gert til að bregðast við Ómíkronafbrigðinu.
Í gærkvöldi tilkynnti ráðgjafanefnd ríkisstjórnarinnar (Joint Commiette on Vaccine and Immunisation (JCVI) að hún leggi til að allir eldri en 18 ára fái örvunarskammt. Að tíminn sem líður á milli skammts númer tvö og þriðja skammtsins verði styttur úr sex mánuðum í þrjá. Einnig leggur nefndin til að börn á aldrinum 12 til 15 ára fái skammt númer tvö ekki síðar en þremur mánuðum eftir fyrsta skammtinn.
Nefndin leggur einnig til að fólk í áhættuhópum verði boðinn fjórði skammturinn í vetur.
Bóluefni frá Pfizer verður notað sem örvunarskammtur eða hálfur skammtur af bóluefni frá Moderna.
Sajid Javid, heilbrigðisráðherra, sagði í gærkvöldi að ríkisstjórnin muni fylgja ráðleggingum nefndarinnar í einu og öllu.