fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Pressan

Bretar ætla að gefa fjórða skammtinn af bóluefni gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 30. nóvember 2021 20:00

Boris Johnson, forsætisráðherra, er búinn að láta bólusetja sig. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bretar ætla að gefa í hvað varðar örvunarskammta gegn kórónuveirunni á næstu mánuðum. Öllum fullorðnum verður boðin örvunarskammtur, þriðji skammturinn, og fólki í áhættuhópum verður boðin fjórði skammturinn.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að þetta sé gert til að bregðast við Ómíkronafbrigðinu.

Í gærkvöldi tilkynnti ráðgjafanefnd ríkisstjórnarinnar (Joint Commiette on Vaccine and Immunisation (JCVI) að hún leggi til að allir eldri en 18 ára fái örvunarskammt. Að tíminn sem líður á milli skammts númer tvö og þriðja skammtsins verði styttur úr sex mánuðum í þrjá. Einnig leggur nefndin til að börn á aldrinum 12 til 15 ára fái skammt númer tvö ekki síðar en þremur mánuðum eftir fyrsta skammtinn.

Nefndin leggur einnig til að fólk í áhættuhópum verði boðinn fjórði skammturinn í vetur.

Bóluefni frá Pfizer verður notað sem örvunarskammtur eða hálfur skammtur af bóluefni frá Moderna.

Sajid Javid, heilbrigðisráðherra, sagði í gærkvöldi að ríkisstjórnin muni fylgja ráðleggingum nefndarinnar í einu og öllu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fundu nítján illa farin lík í dularfullum „draugabáti“

Fundu nítján illa farin lík í dularfullum „draugabáti“
Pressan
Í gær

Hörmulegt slys á sjúkrahúsi þegar fimm ára barn lést í lækningatæki

Hörmulegt slys á sjúkrahúsi þegar fimm ára barn lést í lækningatæki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varð skrímslið frá Birkenhead fórnarlamb versta réttarmorðs Bretlands?

Varð skrímslið frá Birkenhead fórnarlamb versta réttarmorðs Bretlands?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gamla ekkjan setti einkamálaauglýsingu í dagblaðið – Síðan var bjöllunni hringt

Gamla ekkjan setti einkamálaauglýsingu í dagblaðið – Síðan var bjöllunni hringt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Góðar fréttir fyrir kjötætur – Ekki svo slæmt fyrir heilsuna að borða kjöt

Góðar fréttir fyrir kjötætur – Ekki svo slæmt fyrir heilsuna að borða kjöt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast