Elísabet II sendi henni skilaboð í gær og óskaði henni og landsmönnum öllum til hamingju með að Barbados sé orðið lýðveldi. Hún óskaði þjóðinni velfarnaðar, friðar og bjartrar framtíðar og lagði áherslu á mikilvægi áframhaldandi vináttu Barbados og Bretlands þrátt fyrir að hún láti nú af embætti sem þjóðhöfðingi landsins.
Landið var nýlega Breta öldum saman en fékk sjálfstæði fyrir 55 árum. Þjóðhöfðingi landsins hafði því verið úr röðum bresku konungsfjölskyldunnar í um 400 ár. Landið var stundum kallað „Litla England“ vegna náinna tengsla þess við England og Bretland.
Sky News segir að í bréfi drottningarinnar komi fram að hún hafi fyrst komið til Barbados 1966 og gleðjist yfir að Karl prins, sonur hennar, hafi verið viðstaddur lýðveldistökuna.