Hún hefur verið kærð fyrir íkveikju að sögn BBC. Konan dvaldi í sóttkví, ásamt tveimur börnum sínum, vegna COVID-19, þegar eldur kom upp í hótelherbergi þeirra.
Konan er grunuð um að hafa kveikt eld undir rúmi að morgni síðasta sunnudags.
„Börnin eru hjá okkur og við fylgjumst með líðan þeirra,“ sagði Hodgman.
Hótelið, sem konan og börnin dvöldu á, var sóttkvíarhótel vegna COVID-19. Rúmlega 100 manns þurftu að yfirgefa hótelið þegar eldurinn kom upp á elleftu hæð þess.