fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Rekstrarafkoma Ryanair batnar – Hyggjast lækka verð á flugmiðum í vetur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. nóvember 2021 17:15

Vél frá Ryanair.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rekstur írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair fer heldur batnandi eftir erfiðleika eftir að heimsfaraldurinn skall á. Félagið reiknar með að tap þess á yfirstandandi rekstrarári, sem lýkur í mars 2022, verði allt að 200 milljónir evra.

Á síðasta sex mánaða tímabili, sem lauk í september, nam tap félagsins 48 milljónum evra en félagið hafði sjálft spáð 43 milljóna tapi. Tapið á fyrri helmingi þessa sex mánaða tímabils var 273 milljónir evra sem þýðir að á seinni helmingi þess hafi verið hagnaður upp á 225 milljónir evra.

The Guardian segir að félagið reikni með að lækka verð á flugmiðum í vetur til að fá fleiri til að fljúga með félaginu.

Félagið flutti 39,1 milljón farþega á fyrrgreindu sex mánaða tímabili en það er 54% samdráttur frá sama tíma 2019 en samanburður við síðasta ár er ekki marktækur vegna heimsfaraldursins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga