Á síðasta sex mánaða tímabili, sem lauk í september, nam tap félagsins 48 milljónum evra en félagið hafði sjálft spáð 43 milljóna tapi. Tapið á fyrri helmingi þessa sex mánaða tímabils var 273 milljónir evra sem þýðir að á seinni helmingi þess hafi verið hagnaður upp á 225 milljónir evra.
The Guardian segir að félagið reikni með að lækka verð á flugmiðum í vetur til að fá fleiri til að fljúga með félaginu.
Félagið flutti 39,1 milljón farþega á fyrrgreindu sex mánaða tímabili en það er 54% samdráttur frá sama tíma 2019 en samanburður við síðasta ár er ekki marktækur vegna heimsfaraldursins.