Þann 20. október fór James McNeelis, 7 ára, út í garð að leika sér en hann skilaði sér ekki inn aftur. Fjölskylda hans fór þá að leita að honum og fékk nágranna sína til aðstoðar. Einnig var hringt í lögregluna. Independent skýrir frá þessu.
CBS hefur eftir Shannon Edison, nágranna fjölskyldunnar, að lögreglan hafi rétt verið komin á vettvang þegar hún heyrði mikið öskur. „Við vissum að eitthvað var að. Sem móðir þá þekkir maður svona öskur. Ef einhver hefur einhvern tímann heyrt svona öskur, þá þekkir hann það. Eitthvað mikið var að,“ sagði hún.
Það var móðir James sem öskraði en hún hafði fundið drenginn sem hafði verið drepinn af hundinum.
Foreldrar hans segja að aldrei hafi neitt gerst sem benti til að eitthvað svona hræðilegt gæti gerst. Hundurinn hafi ekki sýnt nein merki árásargirni. Hér hafi verið um hörmulegt slys að ræða.