fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

„Ég viðurkenni það alveg: Ég er rasisti. Hvað ætlar þú að gera í því?“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. nóvember 2021 07:36

Ezinne Okparaebo er ekki norsk að mati Drønnesund. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég viðurkenni það alveg: Ég er rasisti. Hvað ætlar þú að gera í því?“ Þetta skrifaði Olger Drønnesund á Facebook eftir að hafa sett spurningarmerki við hvort norski hlauparinn Ezinne Okparaebo, sem fæddist í Nígeríu en flutti til Noregs á barnsaldri, sé norsk. Drønnesund situr í bæjarstjórn í Álasundi og hafa ummæli hans vakið mikla athygli.

Ummæli hans hafa verið harðlega gagnrýnd af samtökunum Antirasistisk Senter, sem berjast gegn rasisma, og hvetja þau Pensjonistpartiet (Ellilífeyrisþegaflokkinn) til að grípa til aðgerða en Drønnesund er bæjarfulltrúi flokksins. Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu.

Formaður flokksins, Kurt Johnny Hæggernæs, sagði í samtali við Norska ríkisútvarpið að hann hefði ekki vitað af málinu áður en fréttamaður hafði samband við hann.

Í samtali við Norska ríkisútvarpið sagði Drønnersund að hann standi við skrif sín. Hann telji það ekki kynþáttahyggju að telja að Okparaebo, sem hefur meðal annars unnið gullverðlaun í 100 metra hlaupi á EM, sé ekki „norsk“.

„Ég spyr aftur: Er hún norsk? Mín skoðun er að hún sé ekki norsk. Það eru Pakistanarnir, sem komu 1970, heldur ekki. Þeir hafa fengið norskan ríkisborgararétt að gjöf frá svikurum,“ sagði Drønnesund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vilja að fólk gangi í hjónaband og eignist börn – Enginn hlustar á þetta

Vilja að fólk gangi í hjónaband og eignist börn – Enginn hlustar á þetta
Pressan
Í gær

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu