fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Vísindamenn furða sig á þessu – Af hverju er svo lítið um kórónuveirusmit hér?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. nóvember 2021 09:00

Næsti heimsfaraldur getur brostið á hvenær sem er. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér í Evrópu glímum við nú við enn eina bylgju heimsfaraldurs kórónuveirunnar og sérfræðingar vara við löngum og erfiðum vetri. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO segir að hugsanlega geti allt að 700.000 Evrópubúar látist af völdum COVID-19 í vetur og það þrátt fyrir að búið sé að bólusetja stóran hluta íbúa álfunnar.

En vísindamenn undrast að á sama tíma og staðan er svona slæm hér í Evrópu þá er hún miklu betri í Afríku. Þar hafa tæplega 6% lokið bólusetningu en þrátt fyrir það hefur smitum fækkað síðan í júlí samkvæmt tölum frá WHO.

Í samantekt WHO fyrir tímabilið frá 8. nóvember til 14. nóvember kemur fram að aðeins 9.960 smit voru skráð í Afríku. Wafaa El-Sadr, forstjóri Global Health hjá Columbia háskólanum, er hissa á þessu. „Afríka er ekki með bóluefni eða getu til að berjast gegn COVID-19 eins og við höfum í Evrópu og Bandaríkjunum en á einn eða annan hátt gengur þeim betur,“ sagði hann í samtali við AP.

Margir sérfræðingar hafa reynt að finna skýringu á þessu og hafa þeir sett fram ýmsar kenningar um ástæðurnar fyrir þessu. Ein þeirra er mjög einföld en í henni er bent á meðalaldurinn. Í Afríku er meðalaldur íbúanna 20 ár, í Evrópu er hann 43 ár.

Jane Achan, hjá Malaria Consortium, telur sig hafa fundið hugsanlega tengingu við malaríu. Hún rannsakaði hvort þeir, sem hafa smitast af malaríu og/eða ebólu, fari verr út úr kórónuveirusmiti en aðrir. „Við vorum mjög hissa á að sjá að því er öfugt farið. Malaría reyndist veita vörn,“ sagði hún.

Vísindamenn hafa einnig bent á að þrátt fyrir að Afríkuríkin séu fjárvana og sjúkrahúsin í álfunni séu lélegt þá séu íbúarnir vanir að lifa með faröldrum og af þeim sökum séu þeir kannski betri en við Evrópubúar til að gæta að eigin heilbrigði og smitvörnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“