En vísindamenn undrast að á sama tíma og staðan er svona slæm hér í Evrópu þá er hún miklu betri í Afríku. Þar hafa tæplega 6% lokið bólusetningu en þrátt fyrir það hefur smitum fækkað síðan í júlí samkvæmt tölum frá WHO.
Í samantekt WHO fyrir tímabilið frá 8. nóvember til 14. nóvember kemur fram að aðeins 9.960 smit voru skráð í Afríku. Wafaa El-Sadr, forstjóri Global Health hjá Columbia háskólanum, er hissa á þessu. „Afríka er ekki með bóluefni eða getu til að berjast gegn COVID-19 eins og við höfum í Evrópu og Bandaríkjunum en á einn eða annan hátt gengur þeim betur,“ sagði hann í samtali við AP.
Margir sérfræðingar hafa reynt að finna skýringu á þessu og hafa þeir sett fram ýmsar kenningar um ástæðurnar fyrir þessu. Ein þeirra er mjög einföld en í henni er bent á meðalaldurinn. Í Afríku er meðalaldur íbúanna 20 ár, í Evrópu er hann 43 ár.
Jane Achan, hjá Malaria Consortium, telur sig hafa fundið hugsanlega tengingu við malaríu. Hún rannsakaði hvort þeir, sem hafa smitast af malaríu og/eða ebólu, fari verr út úr kórónuveirusmiti en aðrir. „Við vorum mjög hissa á að sjá að því er öfugt farið. Malaría reyndist veita vörn,“ sagði hún.
Vísindamenn hafa einnig bent á að þrátt fyrir að Afríkuríkin séu fjárvana og sjúkrahúsin í álfunni séu lélegt þá séu íbúarnir vanir að lifa með faröldrum og af þeim sökum séu þeir kannski betri en við Evrópubúar til að gæta að eigin heilbrigði og smitvörnum.