fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Segir að Omikronafbrigðið geti í raun verið góð tíðindi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. nóvember 2021 07:00

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg Evrópuríki hafa hert reglur um komur fólks til landsins ef það er að koma frá sunnanverðri Afríku. Einnig var skýrt frá því í morgun að japönsk stjórnvöld ætli að loka landinu alveg. Þetta er gert í kjölfar þess að Omikronafbrigði kórónuveirunnar uppgötvaðist í Suður-Afríku. Afbrigðið er talið mun meira smitandi en hið ráðandi Deltaafbrigði. Þetta hljómar ekki vel en þarf samt sem áður ekki að vera slæmt.

Það hefur Norska ríkisútvarpið eftir Rostrup Nakstad, aðstoðarforstjóra hjá norska landlæknisembættinu. „Það besta sem getur gerst núna er að Omikronafbrigðið reynist valda vægari veikindum og að bóluefni virki á það,“ sagði hann. Hann sagði einnig að þrátt fyrir að afbrigðið sé meira smitandi en önnur afbrigði þá ráði Norðmenn við þann þátt vegna mikillar þátttöku í bólusetningum ef bóluefni virka gegn afbrigðinu.

Þar sem afbrigðið er svo nýuppgötvað er margt enn óljóst um eiginleika þess en enn sem komið er segja sérfræðingar að upplýsingar frá Suður-Afríku bendi til að afbrigðið valdi mjög vægum sjúkdómseinkennum. Þar er það aðallega yngra fólk sem hefur smitast af afbrigðinu.

En ef rétt reynist að afbrigðið valdi vægari sjúkdómseinkennum en önnur afbrigði veirunnar þá ætti það að hafa í för með sér að færri þurfi að leggjast inn á sjúkrahús. Með því væri hægt að „láta“ fleiri smitast til að auka hjarðónæmið en þetta er þó háð því að Omikron veiti ónæmi gegn öðrum afbrigðum veirunnar.

„Sumir hafa sagt að afbrigðið valdi mjög vægum sjúkdómseinkennum. Það getur valdið víðtæku hjarðónæmi og ef það veldur ekki alvarlegum veikindum er hægt að ná hjarðónæmi án þess að íþyngja heilbrigðiskerfinu og án þess að fólk verði alvarlega veikt. Það er óskastaðan varðandi þetta afbrigði,“ sagði Ernst Kristian Rødland, hjá norsku lýðheilsustofnuninni.

Nú þegar er unnið að rannsóknum á virkni bóluefna gegn afbrigðinu. BioNTech, sem þróaði bóluefnið sem er kennt við Pfizer, segir að reiknað sé með að niðurstaða um virkni bóluefnisins gegn afbrigðinu muni liggja fyrri eftir tvær vikur í síðasta lagi. Ef það þarf að breyta því til að það virki gegn afbrigðinu á það að vera hægt innan sex vikna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar
Pressan
Í gær

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi
Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim