fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Norskur þingmaður fékk óhugnanlegt bréf – Fékk kökk í hálsinn þegar hann sá frá hverjum það var

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. nóvember 2021 07:10

Torbjørn með bréfið frá Breivik. Skjáskot/Facebook/Torbjørn Vereide

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarið 2011 upplifði Torbjørn Vereide, sem nú situr á norska Stórþinginu fyrir Verkamannaflokkinn, eina þá verstu martröð sem hægt er að ímynda sér. Hann var meðal þeirra mörg hundruð ungmenna sem voru á Útey þegar öfgahægrimaðurinn og fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik reyndi að drepa eins marga þar og hann gat. 69 náði hann að drepa áður en lögreglan kom á vettvang.

Nýlega fékk Vereide bréf sem rifjaði þennan hryllingsatburð upp. Það var Breivik sem sendi honum bréfið úr fangelsinu. Vereide skýrði frá þessu á Facebook. Hann segir að bréfið, sem var stílað á hann, innihaldi ýmsar fullyrðingar og ummæli sem heyrist oft frá öfgahægrimönnum.

„Hann skrifar að hann vilji að hvítir sæki í sig veðrið. Frábært. Ég hef ekki nennt að lesa nema smávegis af þessu. Þetta er svo fáránlegt. Markmiðið er að fá fólk til liðs við hreyfingu nýnasista,“ sagði Vereide í samtali við Dagbladet.

Hann sagðist hafa fengið kökk í hálsinn þegar hann sá frá hverjum bréfið var og að hann hafi verið búinn að lesa að það væri frá „hvítir til valda hreyfingunni“ þegar hann áttaði sig á að bréfið var frá Breivik.

Vereide var 22 ára þegar hryllingurinn á Útey átti sér stað. Hann komst undan með því að hlaupa undan Breivik og fela sig á bak við stein. Hann sá þegar Breivik drap fjölda ungmenna. Sjálfur komst hann síðan frá eyjunni í bát.

Hann segir að það hafi verið mjög óþægilegt að fá þetta bréf en hann eigi erfitt með að taka afstöðu til hvað fangar mega og mega ekki.  „En þetta er ekki eitthvað sem ég vil að aðrir, sem lifðu af eða ættingjar fórnarlamba, lendi í, að fá bréf sem þetta,“ sagði hann.

Facebookfærsla Torbjørn. Skjáskot/Facebook/Torbjørn Vereide

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið