fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Hryllingur á heimavistinni – „Ég vil gjarnan ríða þér“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. nóvember 2021 05:47

Mynd úr safni og tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í einu herbergi á heimavistinni réðst hann á sofandi konu, afklæddist og reyndi að halda henni fastri. Konan vaknaði og sagði „stopp“ og „hættu þessu“ og veitti líkamlega mótspyrnu. En maðurinn lét það ekki stöðva sig, hann náði ekki að nauðga konunni en hann hann komst með hendurnar í kynfæri hennar.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í ákæru á hendur 25 ára karlmanni, sem hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í maí, en hann er ákærður fyrir að hafa farið inn á Egmont H. Petersens heimavistina í Kaupmannahöfn aðfaranótt 22. maí síðastliðinn og framið kynferðisbrot. Í heildina er hann ákærður fyrir 19 brot. Hann neitar sök.

Hann er ákærður fyrir að hafa á þremur klukkustundum gengið á milli herbergja til að reyna að fullnægja kynferðislegri þörf sinni. Á leið sinni í gegnum þrjár byggingar heimavistarinnar telur lögreglan að hann hafi nauðgað tveimur konum og að önnur þeirra hafi orðið fyrir „grófri nauðgun“.

Hann er einnig ákærður fyrir að hafa brotið gegn fimm öðrum til að reyna að fá útrás fyrir kynferðislegar þarfir sína og að hafa brotið gegn „heimilisfriði“ fimm til viðbótar. Ekstra Bladet skýrir frá þessu.

Lögreglan handtók manninn nokkrum klukkustundum síðar en hann bjó ekki á heimavistinni. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Lögreglan segir að hann hafi brotið gegn tíu konum og tveimur körlum.

Kona, sem kærði hann fyrir nauðgun, segir að hún hafi verið sofandi þegar maðurinn afklæddi hana. Hann hafi haldið áfram þrátt fyrir að hún hafi beðið hann um að hætta. Hann hafi notað líkamsþunga sinn til að halda henni niðri á meðan hann kom fram vilja sínum. Hinni konunni tókst að ýta manninum af sér.

Hann braust inn hjá konu, sem var nakin, en hún öskraði tvisvar þegar hann neitaði að yfirgefa herbergi hennar. Hjá annarri konu, sem hann braust inn til, kom það honum á óvart að hún var ekki ein, unnusti hennar var hjá henni og tókst þeim að koma manninum út.

Ekki liggur fyrir hvernig maðurinn komst inn því útidyr heimavistarinnar eru alltaf læstar og það eru verðir við þær sem vísa fólki á brott ef það hefur ekki mælt sér mót við íbúa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Í gær

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“