fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Í dag hefjast réttarhöldin sem ríka, fræga og valdamikla fólkið óttast

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. nóvember 2021 05:55

Ghislaine Maxwell. Mynd:Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag hefjast réttarhöld í Bandaríkjunum sem ríka og fræga fólkið er ekki spennt fyrir. Að minnsta kosti ekki sumir. Það verður réttað yfir Ghislaine Maxwell sem er ákærð fyrir að hafa lokkað barnungar stúlkur til að stunda kynlíf með vini sínu Jeffrey Epstein sem var dæmdur fyrir barnaníð. Málið getur reynst baneitrað fyrir fjölda fólks, sem telst til ríka, fræga og valdamikla fólksins í Bandaríkjunum, og auðvitað Andrew prins, son Elísabetar II Bretadrottningar.

Frásögn Jennifer Araoz er dæmigerð fyrir sögu þeirra stúlkna sem lentu í klóm Maxwell og Epstein. Þær skipta tugum og komu flestar frá fátækum heimilum og bjuggu við erfiðar fjölskylduaðstæður og voru auðveld fórnarlömb fyrir níðingana.

Samkvæmt því sem Araoz segir þá vék Maxwell sér að henni fyrir utan skólann hennar í New York og spurði hana út í uppvaxtarár hennar og heimilisaðstæður. Þar sem Maxwell var vel klædd, vingjarnleg og bauð upp á hádegismat og gos sagði Araoz henni frá erfiðum uppvextir á fátæku heimili í Queens en faðir hennar lést af völdum AIDS þegar hún var 12 ára. „Ég var eiginlega glatað barn og hún fann það,“ sagði hún í samtali við NBC News.

Þær hittust oftar og eftir nokkra fundi fór Maxwell að segja henni frá auðmanninum Jeffrey Epstein sem vildi gjarnan hjálpa Araoz. „Hann var næstum eins og föðurímynd fyrir hana og það skipti mig miklu máli á þessum tíma, því kannski var það þetta sama sem ég þráði,“ sagði Araoz sem hafði aldrei hitt Epstein á þessum tímapunkti. NBC News skýrir frá þessu.

Auðurinn heillaði

Araoz heillaðist af auði Epstein. Hún kolféll fyrir 77 milljóna dollara húsi hans á Manhattan en þar voru marmarastigar, hátt til lofts og uppstoppuð villt dýr. Allt frá gíraffa til ljóns.

Epstein átti einnig fjölda valdamikilla vina, þar á meðal voru Andrew prins, Bill Clinton, Donald Trump og Bill Gates. Þessu til viðbótar þekkti hann rúmlega 1.000 manns, sem teljast til ríka, fræga og valdamikla fólksins, en saksóknarar fundu nöfn og símanúmer fólksins í minnisbók sem Maxwell var með.

Málið er því baneitrað fyrir marga í bandarísku valdaelítunni og auðvitað Andrew prins. Þetta fólk óttast eflaust að nöfn þeirra beri á góma í réttarhöldunum yfir Maxwell.

Jeffrey Epstein.

 

 

 

 

 

 

Í fyrstu heimsók Araoz heim til Epstein sagði hún honum frá draumi sínum um að verða leikkona. Í annarri heimsókn, þar sem hann sýndi henni glæsilegt heimili sitt, enduðu þau í herbergi þar sem nuddbekkur var. Hún sammþykkti að nudda á honum bakið og vera aðeins í nærbuxum á meðan. Þetta gerðist aftur og aftur næsta árið. Hún sagði að nuddið hafi alltaf endað með að Epstein hafi fróað sér og síðan látið hana hafa 300 dollar.

En haustið 2002 þvingaði hann hana til að ganga enn lengra og fara úr nærbuxunum. „Hann nauðgaði mér, hann nauðgaði mér með valdi,“ sagði hún í samtali við NBC News. Í fréttatilkynningu sem hún sendi frá sér eftir handtöku Maxwll sagði hún: „Maxwell var miðpunktur þessa kynlífshrings.“

Leynilegur samningur

Árið 2007 var alríkislögreglan FBI tilbúin með 53 blaðsíðna ákæru á hendur Epstein fyrir kynferðislega misnotkun á barnungum stúlkum. Þessi brot hefðu getað kostað hann ævilangt fangelsi. En í staðinn var hann dæmdur í 13 mánaða fangelsi. Ástæðan er leynilegur samningur þar sem afbrotum hans var leynt og komið í veg fyrir að hægt væri að draga samverkamenn hans fyrir rétt. Með þessu voru ríkir og valdamiklir vinir Epstein friðaðir.

En sumarið 2019 var Epstein handtekinn á nýjan leik og kærður fyrir kynferðisofbeldi gagnvart börnum í New York og Flórída. Það gerðist eftir að dómari hafði komist að þeirri niðurstöðu að ákæran frá 2007 hafi brotið lög um réttindi fórnarlamba með því að rúmlega 30 fórnarlömbum Epstein var ekki tilkynnt um leynilega samninginn, sem losaði hann að mestu úr snörunni, svo þau gæti mótmælt honum.

Andrew Bretaprins og Jeffrey Epstein.

Aðeins mánuði eftir að hann var handtekinn lést Epstein í fangaklefa sínum í New York. Réttarmeinafræðingur sagði að hann hefði hengt sig en allt frá dauða hans hafa samsæriskenningar gengið. New York Times segir að Epstein hafi sjálfur sagt að hann væri ekki nægilega hugrakkur til að taka eigið líf. En dauði hans og þar með algjör þögn komu sér mjög vel fyrir fjölda valdamikilla Bandaríkjamanna og því hafa samsæriskenningar um dauða hans gengið fjöllunum hærra. Margt af þessu valdamikla fólki hafði tekið þátt í villtum samkvæmum Epstein, þeirra á meðal Donald Trump, sem var forseti þegar Epstein var handtekinn 2019.

Epstein þekkti meðal annars Donald Trump.

 

 

 

 

 

 

Trump tók afstöðu gegn Epstein þegar mál hans komust í hámæli á nýjan leik en 2002 sagði hann í viðtali við New York Magazine að Epstein væri „frábær gaur“ sem „kann að meta fallegar konur jafn mikið og ég og er frekar fyrir að hafa þær ungar“.

Aðrir vinir Epstein, til dæmis Bill Clinton fyrrum forseti, flugu með einkaflugvél Epstein til einkaeyju hans, Little St. Jame, á Jómfrúareyjunum. Bandarísk götublöð kölluðu vélina „Lolítuhraðlestina“ vegna þess að mjög ungar stúlkur voru alltaf með í för.

Eftir dauða Epstein voru ákærurnar á hendur honum felldar niður.

Mansal

Epstein og Maxwell höfðu þekkst áratugum saman, voru nánir vinir og eitt sinn par. Í tengslum við mál Epstein var hún sökuð um að hafa verið miðpunkturinn í barnaníði Epstein og hefði aðstoðað hann við að finna stúlkur til að níðast á.

En fleiri voru nefndir til sögunnar og þar hefur nafn Andrew prins borið hæst. Virginia Roberts, eitt fórnarlamba Epstein, segir að prinsinn hafi margoft misnotað hana kynferðislega þegar hún var á barnsaldri. Bæði heima hjá Epstein á Manhattan og á einkaeyju hans.

Roberts sakar Maxwell um að hafa neytt hana til kynlífs með prinsinum á heimili Maxwell í Lundúnum þegar Roberts var 17 ára. Maxwell og Andrew prins vísa þessum ásökunum alfarið á bug.

Virginia Roberts Giuffre

 

 

 

 

 

 

En eftir handtöku Epstein 2019 lét Maxwell sig hverfa. Það var ekki fyrr en í byrjun júlí á síðasta ári sem FBI tókst að hafa upp á henni í New Hampshire og handtaka.

Í fyrstu var hún ákærð fyrri að lokkað þrjár barnungar stúlkur á árunum 1994 til 1997 sem Epstein hafi síðan brotið gegn kynferðislega. Hún var einnig ákærð fyrir að hafa tekið þátt í kynferðisofbeldinu. Fyrir hálfu ári var bætt við ákæruna og hún ákærð fyrir að hafa selt 14 ára stúlku til kynlífs. „Hún reyndi að gera kynferðislega misnotkun eðlilega,“ segir í ákærunni.

Hún er sögð hafa rætt kynlíf við stúlkurnar, afklætt sig fyrir framan þær og að hafa verið viðstödd þegar Epstein misnotaði stúlkurnar kynferðislega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Pressan
Í gær

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð