fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

NASA sendir geimfar á loft sem á að klessa á loftstein

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. nóvember 2021 20:30

Loftsteinn. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudaginn sendi bandaríska geimferðastofnunin NASA geimfar út i geim sem hefur það eina hlutverk að klessa á loftstein.  Verkefnið heitir DART (Double Asteroid Redirection Test) en markmiðið með því er að klessa á loftstein og breyta þannig stefnu hans.

Fyrir um 66 milljónum ára lenti stór loftsteinn í árekstri við jörðina. Hann var á milli 10 og 15 km í þvermál og gerði næstum út af við allt líf. Að meðaltali líða um 100 milljón ár á milli þess að svo stórir loftsteinar skelli á jörðinni en vísindamenn fylgjast stöðugt með himingeimnum og undirbúa sig undir að svo stór loftsteinn stefni á jörðina.

DART gengur út á að láta geimfar klessa á loftstein til að sjá hvort hægt er að breyta braut hans með því. Hann ógnar jörðinni ekki neitt og því er aðeins um tilraun að ræða. Loftsteinninn er um 160 metrar í þvermál og er á braut um annan stærri loftstein.

Loftsteinar af þessari stærð eru áhugaverðir fyrir okkur því það er mjög mikið af þeim og við erum órafjarri því að hafa fundið þá alla. Þeir eru of litlir til að ógna lífinu hér á jörðinni en nægilega stórir til að geta eytt stórborg.

Við árekstur geimfarsins og loftsteinsins mun hraði loftsteinsins breytast örlítið en samt nægilega mikið til að vísindamenn sjái hvort braut hans breytist.

Vísindamenn fylgjast grannt með himingeimnum í leit að loftsteinum og skrá brautir þeirra. Ef í ljós kemur að stór loftsteinn geti ógnað okkur eftir einhverja áratugi er hugsanlega hægt að bregðast við því. Brautir allra loftsteina, sem eru meira en 10 km í þvermál, eru þekktar og kortlagning brauta þeirra, sem eru meira en 1 km í þvermál, er langt komin.

Í DART tilrauninni mun hraði loftsteinsins breytast um 0,4 millimetra á sekúndu. Það hljómar ekki sem eitthvað afgerandi en myndi duga til að koma í veg fyrir árekstur hans við jörðina eftir 50 ár ef núverandi braut hans myndi beina honum hingað að þeim tíma liðnum.

Á næstu 100 árum er ekki útlit fyrir að loftsteinn, stærri en 10 km í þvermál, lendi í árekstri við jörðina. En litlir loftsteinar geta gert það. Loftsteinn, sem er 140 til 160 metrar í þvermál, getur eytt stórborg á borð við New York. DART er því hugsað sem „vopn“ gegn slíkum loftsteinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Graður höfrungur hrellir Japani

Graður höfrungur hrellir Japani
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki