fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Pressan

Næturklúbbur, veitingastaðir og tennisvöllur – Fyrsta lúxushótel heimsins er fundið í Norður-Kóreu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. nóvember 2021 22:00

Four Seasons Barrier Reef Resort. Mynd:Townsville Maritime Museum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta var fyrsta hótelið þessarar tegundar. Það var boðið upp á næturklúbb, tvo veitingastaði, bókasafn og tennisvelli fyrir gestina. Þetta var fljótandi fimm stjörnu lúxushótel

Í upphafi var það staðsett í sannkallaðri paradís fyrir kafara en fljótlega hvarf þetta fljótandi lúxushótel af sjónarsviðinu en nýlega skaut því aftur upp á yfirborðið. En nú er lítill glæsibragur yfir því, eiginlega alls enginn og í algjörri niðurníðslu liggur hótelið nú í Norður-Kóreu. CNN skýrir frá þessu.

Seasons Barrier Reef Resort var opnað fyrir gestum 9. mars 1988. Þar voru 176 herbergi, hægt var að taka við 350 gestum. Það var næturklúbbur á hótelinu, tveir veitingastaðir, rannsóknarstofa, bókasafn og verslun með köfunarbúnað. Þetta var fimm stjörnu hótel sem var staðsett við Kóralrifið mikla undan austurströnd Ástralíu.

Eigandi þess, ítalski kaupsýslumaðurinn Doug Tarca, eyddi 45 milljónum dollara, sem svara til um 100 milljóna dollara í dag, í ævintýrið. En ævintýri varð þetta eiginlega aldrei. Ótryggt veður, erfiðar samgöngur og sjóveikir gestir gerðu reksturinn erfiðan.

„Ef það var óveður og þú ætlaðir að komast í land til að ná flugi þá gat þyrlan ekki flogið. Það var heldur ekki hægt að sigla. Þetta var mikið vandamál,“ sagði Robert de Jong, safnvörður hjá Maritime Museum of Townsville í samtali við CNN. Þetta varð til þess að gestir hættu að koma og reksturinn gekk því illa og á endanum seldu eigendurnir hótelið. Það var fyrirtæki í Víetnam sem keypti það en síðar endaði hótelið í Norður-Kóreu. Þar liggur það við festar í Kumgang og verður fljótlega rifið að sögn CNN.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hver er maðurinn? – Lík í blautbúningi gæti hafa legið í uppistöðulóni í þrjá mánuði

Hver er maðurinn? – Lík í blautbúningi gæti hafa legið í uppistöðulóni í þrjá mánuði
Pressan
Í gær

Nakinn maður fannst undir gólffjölunum hjá 93 ára konu – Talinn hafa haldið sig þar í sex mánuði

Nakinn maður fannst undir gólffjölunum hjá 93 ára konu – Talinn hafa haldið sig þar í sex mánuði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum ráðunautur Obama varpar sprengju um ósigur demókrata – „Það felst ákveðin fyrirlitning í slíku, ómeðvituð fyrirlitning“

Fyrrum ráðunautur Obama varpar sprengju um ósigur demókrata – „Það felst ákveðin fyrirlitning í slíku, ómeðvituð fyrirlitning“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-kóresku hermennirnir í Rússlandi fengu loks óheftan aðgang að netinu – með fyrirsjáanlegum afleiðingum

Norður-kóresku hermennirnir í Rússlandi fengu loks óheftan aðgang að netinu – með fyrirsjáanlegum afleiðingum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvenær dagsins er best að taka D-vítamín? – Þetta segja vísindin

Hvenær dagsins er best að taka D-vítamín? – Þetta segja vísindin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leitin að þessum einstaka bíl stóð yfir áratugum saman

Leitin að þessum einstaka bíl stóð yfir áratugum saman