Biden sagði að það muni um þessar 50 milljón tunnur fyrir Bandaríkjamenn sem þurfi að kaupa bensín á bíla sína. Hann sagði að það muni líða einhver tími þar til fólk sér bensínverð lækka en það muni gerast. Á einu ári hefur verð á bensíni hækkað um 50%.
Vinsældir Biden meðal bandarísku þjóðarinnar hafa minnkað síðustu mánuði og þar eiga hækkandi eldsneytisverð og hærri verðbólga hlut að máli auk annarra þátta.
Biden sagði að verð á hráolíu hefði lækkað að undanförnu en ekki væri að sjá að það skilaði sér í verði olíufélaganna til neytenda.
Kína, Indland, Japan, Suður-Kórea og Bretland hafa einnig gripið til þess ráðs að setja hluta af varabirgðum sínum á markað til að sporna við verðhækkunum.