fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Pressan

IKEA-stóll seldur fyrir 2,3 milljónir

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 27. nóvember 2021 07:00

Stóllinn góði. Mynd:Instagram/Auctionet

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var svokallaður Cavelli-stóll frá IKEA seldur fyrir sem svarar til um 2,3 milljóna íslenskra króna á uppboði í Svíþjóð. Stólinn er frá 1959 og greinilega þyngdar sinnar virði í gulli miðað við það verð sem kaupandinn var reiðubúinn til að greiða fyrir hann. Þetta er bólstraður tréstóll en aðeins nokkur eintök eru til í heiminum.

Expressen skýrir frá þessu. Johan Sjöberg, sem keypti stólinn, segir að hann hafi lengi haft augastað á stólnum en aðalástæðan fyrir því sé að stólinn var búinn til í Smálöndunum en þau standa hjarta hans nærri. Þessi 69 ára stóleigandi segist vera safnari og vilji varðveita sögu Smálanda fyrir framtíðina. „Ég er einfaldlega að búa til fjársjóðskistu fyrir framtíðina,“ sagði hann.

Hann var ekki einn um hitunina á uppboðinu því boð bárust víða að úr heiminum og það skýrir hvers vegna verðið fór svona hátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni