Expressen skýrir frá þessu. Johan Sjöberg, sem keypti stólinn, segir að hann hafi lengi haft augastað á stólnum en aðalástæðan fyrir því sé að stólinn var búinn til í Smálöndunum en þau standa hjarta hans nærri. Þessi 69 ára stóleigandi segist vera safnari og vilji varðveita sögu Smálanda fyrir framtíðina. „Ég er einfaldlega að búa til fjársjóðskistu fyrir framtíðina,“ sagði hann.
Hann var ekki einn um hitunina á uppboðinu því boð bárust víða að úr heiminum og það skýrir hvers vegna verðið fór svona hátt.