fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Flugdólgar hafa sig meira í frammi en áður

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 27. nóvember 2021 13:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðist sem sú krafa að flugfarþegar verði að nota andlitsgrímur fari illa í mjög marga. Það er að minnsta kosti þannig ef marka má niðurstöður nýrrar óformlegrar könnunar sem Alþjóðaflugmálastofnunin IATA gerði.

Í könnuninni var kíkt nánar á það sem virðist vera vaxandi tilhneiging til að flugfarþegar hegði sér illa um borð í vélunum og beinist þessi slæma hegðun bæði að áhöfnum og öðrum farþegum.

Í grein í Airlines Magazine er vitnað í niðurstöður könnunarinnar. Fram kemur að fjöldi tilvika, þar sem ósáttir og erfiðir flugfarþegar (flugdólgar), hafa komið við sögu hafi tvöfaldast á síðasta ári miðað við árin á undan. Þessi sama þróun er sögð hafa haldið áfram á þessu ári.

Tim Colehan, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Government and Industry Affairs hjá IATA sagði að ein skýring á þessari aukningu flugdólga séu þær sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til á flugvöllum og um borð í flugvélum. Hann sagði að það væri jafn alvarlegt brot að nota ekki andlitsgrímu um borð í flugvélum og að nota ekki öryggisbelti. Það liggi ákveðnar öryggiskröfur á bak við þessar kröfur.

Hann sagði að við höfum vanið okkur á að nota öryggisbeltin en fyrir suma sé það stórt stökk að þurfa að nota andlitsgrímur, sérstaklega ef fólk er almennt á móti sóttvarnaaðgerðum.

Í könnuninni sagði eitt flugfélag að um 1.000 tilvik hefðu komið upp á einni viku þar sem farþegar voru óstýrilátir og vildu ekki beygja sig undir þær öryggisreglur sem gilda um borð í flugvélum.

Þessi þróun hefur verið meira áberandi í Bandaríkjunum en annars staðar. Federal Airline Association tilkynnti nýlega að samtökin hefðu skráð 4.600 mál þar sem óstýrilátir flugfarþegar komu við sögu frá janúar og fram til október á þessu ári. 72% af málunum snerust um farþega sem neituðu að nota andlitsgrímur um borð í flugvélum eða á flugvöllum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið