865 stjórnendur tóku þátt í könnuninni og sögðu 41% þeirra að kynlíf þeirra hefði versnað eftir að þeir urðu yfirmenn/stjórnendur. Þeir segja ástæðuna fyrir þessu vera langa vinnudaga, stress og þreytu.
Djøfbladet ræddi við sálfræðing og kynlífsfræðing sem fá oft yfirmenn til sín í meðferð. Þeir sögðu að það að fólk fái yfirmannsstöðu verði oft til þess að það þurfi að hafa sig enn meira við en áður og vinna mikið. Þá sé kynlífið eitt það fyrsta sem verður fyrir áhrifum af þessu aukna álagi. „Það getur virst sem svo að þetta sé það „auðveldasta“ til að skera niður þegar orkan er ekki til staðar,“ sagði einn viðmælandi.