fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Var haldið fanginni í 17 ár ásamt tólf systkinum sínum – Fengu ekki að fara í bað og voru læst inni í hundabúrum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. nóvember 2021 06:03

Jordan Turpin , foreldrar hennar og systkin. Skjáskot/ABC/Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í janúar 2018 tókst Jordan Turpin, 17 ára, að flýja af heimili sínu, í Perris í Kaliforníu, um miðja nótt og hringja í lögregluna. Með því frelsaði hún tólf systkini sín úr ánauð en foreldrar þeirra höfðu haldið þeim föngnum. Þeim elstu í tæp 30 ár.

Jordan og systir hennar, Jennifer, komu nýlega fram í sjónvarpsþættinum 20/20 á ABC sjónvarpsstöðinni og ræddu við Diane Sawyer um æskuárin og ótrúlegan flótta Jordan sem varð til þess að systkinin voru frelsuð úr ánauð.

Meðal þeirra ótrúlegu atriða sem þær systur skýrðu frá eru þessi:

Áður en Jordan flúði og hringdi í neyðarlínuna hafði hún aldrei áður talað í síma. „Ég reyndi að hringja í 911 en ég skalf svo mikið að ég gat ekki ýtt á takkana með þumlinum,“ sagði hún.

Áður en hún hitti Anthony Colace, lögreglumanninn sem kom fyrstur á vettvang, hafði hún aldrei talað við ókunnugan.

Þegar henni hafði tekist að flýja út úr húsinu óttaðist hún mest að foreldrar hennar myndu ná henni því „þeim var sama þótt lögreglan væri á leiðinni. Þau myndu bara drepa mig á staðnum.“

Eitt stóðu foreldrar hennar hana að því að horfa á myndbönd á netinu og í refsiskyni var hún tekin hálstaki og þrýst niður í rúmið. „Ég hélt að ég myndi deyja,“ sagði hún.

Jennifer, Jordan og Diane Sawyer. Skjáskot/ABC

Fjölskyldan „bjó í skít“ sem var svo mikill að stundum vaknaði Jordan og gat ekki andað. Börnin fóru heldur aldrei í bað.

Foreldrar þeirra keyptu mikið af leikföngum og barnafatnaði en þetta var ekki notað og börnin voru látin vera í sömu skítugu fötunum. „Þau keyptu bókstaflega mikið af dýrum fatnaði og leikföngum sem átti aldrei að nota,“ sagði Jennifer.

Móðir þeirra, Louise, var aðeins 16 ára þegar hún giftist. Hún og eiginmaðurinn voru mjög trúuð og virk í safnaðarstarfinu og sögðu öllum, fljótlega eftir að þau gengu í hjónaband, að guð hefði sagt þeim að eignast eins mörg börn og þau gætu. Eftir að hjónin voru handtekin skýrðu dætur þeirra frá því að þær hefðu verið beittar kynferðislegu ofbeldi alla barnæsku þeirra og að gerandinn væri fjölskyldumeðlimur.

Foreldrarnir voru dæmdir í ævilangt fangelsi. Mynd:Facebook/David-Louise Turpin

Jordan var með ljósmyndir af systrum sínum hlekkjuðum og sýndi lögreglunni til að sannfæra hana um að saga hennar væri sönn.

Þegar farið var með systkinin á sjúkrahús tóku læknar eftir því að þau voru svo máttfarin að þau áttu erfitt með gang, voru lágvaxin og hjarta þeirra var skaddað vegna næringarskorts.

Árum saman fengu börnin aðeins laufblöð, gras, tómatsósu, sinnep og ísmola að borða.

Fjölskyldan úti við.

Foreldrar þeirra vísuðu oft í biblíuna til að réttlæta ofbeldið sem þau beittu börnin. Jennifer sagði að þau hafi meira að segja sagt þeim að þau „mættu drepa þau samkvæmt biblíunni“ ef þau hlýddu ekki.

Meðal þeirra misþyrminga sem börnin sættu var að þeim var kastað til, hrint niður stiga, lamin með belti og læst inni í hundabúrum.

Elsta barnið, Jennifer, gekk í skóla, fór í þrjá bekki, en ekkert af hinum börnunum fór í skóla. Foreldrarnir kenndu þeim heima en börnin fengu ekki góða kennslu.

Jordan Turpin. Skjáskot/ABC

Orðaforði Jennifer og talsmáti eru mjög sérstakir og hún hafði aldrei heyrt orð á borð við „lyfjagjöf“ eða „meiðsli“ áður.

Eftir að hafa laumast til að horfa á tónlistarmyndbönd með Justin Biber í farsíma bróður síns fannst Jordan hún þurfa að flýja. Myndböndin opnuðu augu hennar fyrir hvernig önnur börn lifðu lífinu. „Ég áttaði mig á að það var annar heimur þarna úti,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga