fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Pressan

Nýtt afbrigði kórónuveirunnar – „Þetta er það versta sem við höfum séð fram að þessu“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. nóvember 2021 06:09

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stökkbreytt B.1.1.529 afbrigði kórónuveirunnar hefur skotið mörgum skelk í bringu en talið er að stökkbreytingarnar á þessu afbrigði geti gert því kleift að komast fram hjá ónæmisvörnum líkamans, sem hafa náðst eftir smit, og bólusetningu. Þetta segja breskir sérfræðingar sem hafa miklar áhyggjur af afbrigðinu.

Bresk stjórnvöld hafa brugðist við og sett á ferðatakmarkanir frá sex Afríkuríkjum vegna þessa afbrigðis sem breskir sérfræðingar segja „það versta enn sem komið er“.

Nú geta flugvélar frá sex Afríkuríkjum, þar á meðal Suður-Afríku, ekki lent í Bretlandi þar sem löndin hafa verið sett á rauðan lista. Breskir ríkisborgarar sem koma frá þessum löndum þurfa að fara í sóttkví við komuna til Bretland og sýnatöku. Ástæðan er að afbrigðið virðist geta komist fram hjá bóluefnum sem hafa verið notuð til þessa gegn kórónuveirunni.

Sky News segir að Sajid Javid, heilbrigðisráðherra, hafi skrifað á Twitter að bresk heilbrigðisyfirvöld séu nú að rannsaka þetta nýja afbrigði. Frekari gagna sé þörf en stjórnvöld hafi ákveðið að grípa strax til varúðarráðstafana með því að banna flug frá sex Afríkuríkjum og skylda breska ríkisborgara í sóttkví við heimkomu frá þessum ríkjum.

B.1.1.529 afbrigðið greindist fyrst í Suður-Afríku að sögn Javid og sé „hugsanlega meira smitandi“ en Deltaafbrigðið sem er ráðandi í heiminum í dag. Hann sagði einnig að „bóluefnin sem við höfum núna virki hugsanlega síður gegn þessu afbrigði“.

Bresk heilbrigðisyfirvöld segja að afbrigðið sé það „versta sem við höfum séð fram að þessu“. Broddprótín afbrigðisins er „mjög ólíkt“ því sem það er á upphaflegu veirunni. Broddprótínið nota veirur til að komast inn í frumur okkar. Afbrigðið er einnig með 30 stökkbreytingar, tvöfalt fleiri en Deltaafbrigðið, en þessar stökkbreytingar gera að verkum að það getur líklega forðast ónæmi sem fólk hefur myndað eftir fyrri sýkingu eða bólusetningu. Sum bóluefni þjálfa líkamann til að bera kennsl á broddprótín og gera þau óvirk. Stökkbreytingar á broddprótíninu geta því hugsanlega valdið vanda.

Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að B.1.1.529 greinist við venjulegt PCR-próf.

Tom Peacock, veirufræðingur við Imperial College London, sagði stökkbreytingarnar vera „hræðilegar“ en enn sem komið sé, séu smit af völdum afbrigðisins fá.

Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO funda í dag um nýja afbrigðið en á miðvikudaginn var það sett í flokk afbrigða sem stofnunin vaktar sérstaklega. Það verður hugsanlega fært upp um flokk í dag og sett í flokk afbrigða sem þarf að hafa áhyggjur af. Ef það verður gert fær það nafn úr gríska stafrófinu, væntanlega Nu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár