fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Pressan

Ástralar senda lögreglumenn og hermenn til Salómonseyja til að stilla til friðar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. nóvember 2021 03:55

Honiara höfuðborg Salómonseyja. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralska ríkisstjórnin hefur ákveðið að senda 100 lögreglu- og hermenn til Salómonseyja til að stilla til friðar en átök og óeirðir hafa geisað þar síðustu daga. Í höfuðborginni Honiara hefur verið kveikt í byggingum í Kínahverfinu og ríkisstjórnin óttast að henni verði bolað frá völdum í þeirri ringulreið sem hefur ríkt á eyjunum.

Það var Manasseh Sogavare, forsætisráðherra Salómonseyja, bað áströlsku ríkisstjórnina um aðstoð. 23 lögreglumenn verða sendir strax til að aðstoða við að berja óeirðirnar niður og 50 til viðbótar til að styrkja gæslu á mikilvægum stöðum. Að auki verða 43 hermenn sendir til aðstoðar lögreglunni. Að auki hafa yfirvöld á Papúa Nýju-Gíneu sent friðargæslulið til eyjanna.

Í dag, að staðartíma, kom enn og aftur til mótmæla og óeirða og kveikt var í byggingum. Friðargæslulið skutu þá aðvörunarskotum til að halda aftur af mannfjöldanum.

Kínversk stjórnvöld sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þau lýsa yfir „miklum áhyggjum“ af mótmælum gegn stjórnvöldum og árásum á kínverska ríkisborgara. Kínverjar hafa verið að seilast til áhrifa á eyjunum á síðustu misserum með margvíslegum hætti og hafa nánast borið fé á stjórnvöld og lánað fé til ýmissa framkvæmda.

Ástralska ríkisstjórnin segir að friðargæsluliðið eigi aðeins að tryggja frið og öryggi á eyjunum til að lýðræðið geti haft sinn gang þar. Það sé ekki ætlunin að grípa inn í innri málefna eyjaskeggja. Það sé mál eyjaskeggja að sjá um þau.

Margir af mótmælendunum komu frá Malaita, sem er fjölmennasta hérað eyjanna, til að mótmæla því þeir óttuðust að ríkisstjórnin myndi gleyma þeim. Íbúar héraðsins voru ósáttir við ákvörðun stjórnvalda fyrir tveimur árum um að rjúfa stjórnmálasamband við Taívan og taka í staðinn upp stjórnmálasamband við kommúnistastjórnina í Peking. Héraðsyfirvöld sögðu þetta vera ólöglega ákvörðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Forsætisráðherra Kanada stígur til hliðar

Forsætisráðherra Kanada stígur til hliðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lýsir sorglegri sögu mannsins í Teslunni – Sá hluti sem höfðu mikil áhrif á hann

Lýsir sorglegri sögu mannsins í Teslunni – Sá hluti sem höfðu mikil áhrif á hann