fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Vissi það ekki sjálf – Var dáin

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. nóvember 2021 06:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklega veit maður ekki af því þegar maður er dáinn, þá hlýtur öllu eiginlega að vera lokið. En það er kannski erfitt að segja til um það með vissu því við höfum ekki áreiðanlegar upplýsingar um hvort eitthvað taki við eftir dauðann. En Solvor Irene Lindseth, sem býr í Noregi, fékk smá smjörþef af „andláti“ sínu nýlega en hún var bara alls ekki meðvituð um að hún væri dáin.

Hún lenti skyndilega í því að mörg af greiðsluöppunum í síma hennar virkuðu ekki lengur og hún gat til dæmis ekki keypt sér lottómiða. Hún var mjög undrandi á þessu því hún vissi að hún átti nóg af peningum á reikningnum sínum til að borga fyrir lottómiðann. Hún ákvað því að kanna málið betur.

En hún átti enga von á svarinu sem hún fékk. Það var nefnilega búið að skrá hana látna hjá norsku þjóðskránni. VG skýrir frá þessu.

„Ég var skráð látin á fimmtudegi og á lífi á föstudegi. Svo ég var „dáin“ í 24 klukkustundir,“ sagði hún í samtali við VG.

Það var Sankt Olavs sjúkrahúsið í Þrándheimi sem hafði skráð Solvor látna þrátt fyrir að þessi 65 ára kona væri sprelllifandi. Eftir að VG hafði sett sig í samband við sjúkrahúsið höfðu forsvarsmenn þess samband við Solvor og báðust afsökunar á þessum mistökum.

Hún hafði legið á sjúkrahúsinu í eina viku en eins og hún benti á í samtali við VG þá voru veikindin ekki það alvarleg að þau hafi orðið henni að bana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga