fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Varar við hægfara flóðbylgju – Gæti orðið næst algengasta dánarorsökin í heiminum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. nóvember 2021 06:10

Til eru holdétandi bakteríur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hægfara flóðbylgja. Gæti orði næst algengasta dánarorsökin í heiminum. Þannig lýsa Alþjóðabankinn og Mads Krogsgaard Thomsen, forstjóri Novo Noridsk Fonden, vaxandi sýklalyfjaónæmi um allan heim. Árlega deyja um 750.000 manns af völdum sýkinga sem sýklalyf vinna ekki á. Ástæðan er að fólkið hefur smitast af fjölónæmum bakteríum. Alþjóðaheilbrigðismálstofnunin telur að um miðja öldina muni um 10 milljónir deyja árlega af völdum fjölónæmra baktería en það eru fleiri en deyja af völdum krabbameins í dag.

„Þetta virðist ekki vera mikið í ljósi þess að COVID-19 hefur orðið fjórum milljónum að bana. Sannleikurinn er því miður bara sá að ef ekkert verður að gert munu 10 milljónir látast árlega um miðja öldina vegna skorts á nýjum sýklalyfjum. Það eru tvöfalt fleiri en deyja af völdum sykursýki í dag og fleiri en deyja af völdum krabbameins í dag,“ sagði Thomsen í samtali við Finans og sagði að þetta vandamál sé „næst algengasta dánarorsökin á eftir hjarta- og æðasjúkdómum“.

Það er því um að ræða stórt og mikið heilbrigðisvandamál sem getur hugsanlega orðið stærra en krabbamein og COVID-19 hvað varðar fjölda dauðsfalla og kostnaðar. Ef ekkert verður að gert núna er hætta á að afleiðingarnar verði skelfilegar.

Vandinn sem við stöndum frammi fyrir er að fjölónæmum bakteríum, sem eru bakteríur sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum, fjölgar sífellt um allan heim. Ástæðan er vaxandi notkun á sýklalyfjum í heilbrigðiskerfinu og matvælaiðnaðinum. Það bætir ekki úr að ekki er að sjá að nýjar tegundir sýklalyfja séu á leið á markaðinn í fyrirsjáanlegri framtíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin