fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Varar við hægfara flóðbylgju – Gæti orðið næst algengasta dánarorsökin í heiminum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. nóvember 2021 06:10

Sumar bakteríur eru stórhættulegar. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hægfara flóðbylgja. Gæti orði næst algengasta dánarorsökin í heiminum. Þannig lýsa Alþjóðabankinn og Mads Krogsgaard Thomsen, forstjóri Novo Noridsk Fonden, vaxandi sýklalyfjaónæmi um allan heim. Árlega deyja um 750.000 manns af völdum sýkinga sem sýklalyf vinna ekki á. Ástæðan er að fólkið hefur smitast af fjölónæmum bakteríum. Alþjóðaheilbrigðismálstofnunin telur að um miðja öldina muni um 10 milljónir deyja árlega af völdum fjölónæmra baktería en það eru fleiri en deyja af völdum krabbameins í dag.

„Þetta virðist ekki vera mikið í ljósi þess að COVID-19 hefur orðið fjórum milljónum að bana. Sannleikurinn er því miður bara sá að ef ekkert verður að gert munu 10 milljónir látast árlega um miðja öldina vegna skorts á nýjum sýklalyfjum. Það eru tvöfalt fleiri en deyja af völdum sykursýki í dag og fleiri en deyja af völdum krabbameins í dag,“ sagði Thomsen í samtali við Finans og sagði að þetta vandamál sé „næst algengasta dánarorsökin á eftir hjarta- og æðasjúkdómum“.

Það er því um að ræða stórt og mikið heilbrigðisvandamál sem getur hugsanlega orðið stærra en krabbamein og COVID-19 hvað varðar fjölda dauðsfalla og kostnaðar. Ef ekkert verður að gert núna er hætta á að afleiðingarnar verði skelfilegar.

Vandinn sem við stöndum frammi fyrir er að fjölónæmum bakteríum, sem eru bakteríur sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum, fjölgar sífellt um allan heim. Ástæðan er vaxandi notkun á sýklalyfjum í heilbrigðiskerfinu og matvælaiðnaðinum. Það bætir ekki úr að ekki er að sjá að nýjar tegundir sýklalyfja séu á leið á markaðinn í fyrirsjáanlegri framtíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Í gær

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup
Pressan
Fyrir 3 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump birtir gervisamtal við Obama

Trump birtir gervisamtal við Obama
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið